Öðruvísi mér áður brá

Loksins er farið af einhvrri alvöru að benda á skrílslætin sem urðu á Austurvelli við setningu alþings og við fyrsta fund þingsins nú um helgina.


Nóg var látið við mótmælin 2008/9 þegar bifreið forsætisráðherra var vaggað og einu eggi hent bifreið Davíðs seðlabankastjóra. Þá var talað um skríl, og mikið hneykslast á Hallgrími Helgasyni í því sambandi, en nú er talað um réttláta reiði.

Nú sést í fyrsta sinn í tugi ára nasistafáni á útifundi og samt er áfram talað um lýðræðisleg og réttmæt mótmæli.

Ég man ekki betur en að í búsáhaldabyltingunni hafi verið haldnar ræður á útifundi - og skrifað í blöð - um hversu illa var vegið að lögreglumönnum í þeim mótmælum.
Um helgina var gerð miklu alvarlegri aðför að lögreglunni en nú heyrist varla bofs.
Eru fjölmiðlafólk upp til hópa hægri menn og skrifa nú um mótmælin til þess eins að koma vinstri stjórninni frá?

Það sem ég vil vara við er hin endalaust neikvæða umræða um þingið og að sífellt er verið að bera blak af skrílslátum fólks. Mér finnst einsýnt að skrílslætin eru miklu meiri nú en í búsáhaldabyltingunni, fjölmiðlar miklu jákvæðari nú í garð þessara mótmæla og viðbrögð lögreglunnar miklu linari nú en þá.

Það er einhver fasistísk stemmning sem ríkir núna, sem vegur að lýðræðissamfélaginu.


mbl.is Ráðherrabílar illa útleiknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gætirðu upplýst okkur um alvarlegu aðförina að lögreglu um síðustu helgi?

Friðrik (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 15:08

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Friðrik,,,,,hann er úr takti við raunvöruleikann, aumingja bíllinn,,,,,,  þetta er bara skríll sem lætur sér detta það í hug að fara svona með dýran bíl,

Sigurður Helgason, 5.10.2010 kl. 15:18

3 identicon

Ég veit nú ekki hver er úr takti við raunveruleikann hér. Hent var múrsteinum í lögguna og þurftu þrjár þeirra að fara á Slysavarðstofuna.

Ég man hvernig hægri menn létu þegar þetta gerðist fyrir tæpum tveimur árum. Héldu útifund á Lækjartorgi með prest einn í fararbroddi, þar sem grátið var yfir illri meðferð á lögreglunni - og það réttlætt að þeir hefðu beitt piparspreyi, og lamið niður saklausan mann, gegn mótmælendum sem höfðu þó ekki gert löggunni neitt - og farið algjörlega friðsamlega fram í mótmælum sínum.

Nú voru skrílslætin hins vegar algjör og öllu lauslegu hent í lögguna þrátt fyrir að hún hefðist ekkert að.

Já það gildir ekki það sama þegar hægri stjórn er við völd eða vinstri stjórn - enda fasisminn og ofbeldið aldrei langt undan þegar hægri menn eiga í hlut.

Hvenær má maður búast við að kveikt verði í þinghúsinu, vinstri mönnum kennt um, og nýnasistarnir taki völdin?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 5.10.2010 kl. 15:29

4 Smámynd: Sigurður Helgason

það yrði nú enginn skaði ef kofaskriflið brynni Torfi, og þessi hægri og vinstri vitleista með, 

Sigurður Helgason, 5.10.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband