15.10.2010 | 17:44
Hver er sekur?
Það er athyglisvert að sjá náhjörð íhaldsins spangóla hér í bloggfærslum við þessa frétt.
Menn eru fljótir að gleyma hver er raunverulegi skúrkurinn hvað Icesave varðar - og ástæðuna fyrir því hvernig komið er fyrir okkur.
Á visir.is er þó öðru hverju reynt að minna fólk á hver er hinn raunverulegi sökudólgur, þ.e. Eimreiðarhópurinn með Davíð og Geir í broddi fylkingar eins og sjá má í þessari frétt:
http://www.visir.is/article/20101014/VIDSKIPTI06/307814778
Gott að nokkrir þingmenn Samfylkingar og Framsóknar sáu manndóm sinn í að styðja Vinstri græna og Hreyfinguna í því að stefna Geir Haarde fyrir Landsdóm.
Nú vantar aðeins að fá Davíð stefnt.
Skriður kominn á Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 6
- Sl. sólarhring: 92
- Sl. viku: 361
- Frá upphafi: 459285
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 320
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Rangt! Hér "spangóla" fleiri og sveifla "heykvíslum" en svokölluð náhirð. Þeir sem spangóla hæst og sveifla mest erum við sem höfðum trú á VG við síðustu þingkosningar.
Sjallar eru báðum megin við borðið og ómarktækir - í öllum skilningi!
Kolbrún Hilmars, 15.10.2010 kl. 18:00
Sendi of snemma, það vantaði: "Fjórflokkurinn er búinn að vera!"
Kolbrún Hilmars, 15.10.2010 kl. 18:04
Vanþakklæti er þetta,við höfðum það aldrei betra og afslappaðra,en þegar Davíð stjórnaði.
Helga Kristjánsdóttir, 15.10.2010 kl. 18:32
Jamm Helga, Torfi veit þetta mætavel og hann er ekki öfundsverður :)
Kjaftasögur fljúga nefnilega nú um að flokkurinn hans og "náhirðin" séu í þann veg að bindast - aftur...
Kolbrún Hilmars, 15.10.2010 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.