21.10.2010 | 12:28
Ósannindi Steingríms
Fullyrðing Steingríms um að stjórnmálamenn megi ekki skipta sér af bönkunum er hrein ósannindi, enda stendur ekkert slíkt í lögunum um Bankasýslu ríkisins: Sjá
http://www.althingi.is/dba-bin/unds.pl?txti=/wwwtext/html/lagasofn/138b/2009088.html&leito=bankasýsla\0bankasýslan\0bankasýslna\0bankasýslnanna\0bankasýslu\0bankasýslum\0bankasýsluna\0bankasýslunnar\0bankasýslunni\0bankasýslunum\0bankasýslur\0bankasýslurnar\0ríki\0ríkin\0ríkinu\0ríkis\0ríkisins\0ríkið\0ríkja\0ríkjanna\0ríkjum\0ríkjunum#word1
Auk þess má benda á að Steingrímur (og fjármálaráðuneytið) samdi sjálfur lögin um Bankasýsluna og hefði verið í lófa lagið að skerpa á þeim þannig að eftirlitsskylda ráðuneytisins (og þingsins) með starfi stofnunarinnar, og með bönkunum í heild, hafi verið sett inn í lögin.
Reyndar hefur ráðherra heimild til að skipta sér af Bankasýslunni, þ.e. beina tilmælum til hennar, en reyndar í "undantekningartilfellum". Þá er Bankasýslunni skylt að gefa ráðherra skýrslu um starfið á hverju ári - og sérstaklega tekið fram að hún eigi að vera ítarleg.
Þá skipar ráðherrann sjálfur þriggja manna stjórn stofnunarinnar - og á að sjá til þess að þar sitji þar til hæfir menn. Hann ber því klárlega ábyrgð á starfi hennar.
Ljóst er að Steingrímur hefur sömu afstöðu til sjálfræði bankanna og Björgvin G. hafði á tíma hrunstjórnarinnar (og var næstum kærður til Landsdóms fyrir) og einnig Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Þeir vildu hvorugir "handstýra" bönkunum - og ekki Steingrímur heldur.
Þetta gerir það að verkum að skilanefndir bankanna hafa frítt spil við að afskrifa tug- og hundrað milljarða skuldir útrásarvíkinganna (og bankaræningjanna) meðan þumalskrúfan er sett á almenning. Er nema von að almenningur mótmæli fyrir utan Alþingishúsið og sjái ekki muninn á þessari ríkisstjórn annars vegar og hrunstjórninni hins vegar?
Má ekki mæta bankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.