Sterkar þjóðir?

Logi hefur líklega bara verið að gíska þegar hann fullyrti að Lettar hafi þurft að keppa við sterkar þjóðir til að komast í riðilinn með Íslendingum, Austurríki og Þjóðverjum sem höfðu komist beint áfram.

Sannleikurinn er nefnilega sá að Lettar rétt mörðu það að komast áfram upp úr frekar slöppum riðli. Þeir voru í riðli með Finnlandi, Ítalíu og Georgíu - og urðu jafnir Finnum og Ítölum þegar upp var staðið.

Lettarnir komust svo áfram á markamun, en þeir voru með eitt mark meira en Finnarnir!

http://www.eurohandball.com/article/013202/2012+EHF+EURO+Qualification+Groups

Reyndar sýndu Lettar fínan leik í gær en leikur íslenska liðsins olli þó miklum vonbrigðum.

Alexander Petterson segir Eystrasaltslöndin svipið að styrkleika en í gær unnu Spánverjar Lithauen 31-17 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 17-5.

Þetta bendir til þess að Íslendingar þurfu alvarlega að athuga sinn gang ef þeir eiga að komast upp úr þessum sterka riðli, með Austurríkismenn í toppformi (og markmann á heimsmælikvarða) og Þjóðverja með alla sína reynslu. Megum við búast við öðru Makedóníuævintýri?


mbl.is Logi: Hugarfarið var ekki í lagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband