17.11.2010 | 09:06
"Nánast einöngruð"?
Þetta er skemmtileg frétt og gæti vel geymt í sér sannleikskorn, þ.e.a.s. að "indíani" (eða kannski frekar fólk ættað úr Asíu) hafi komið hingað til lands eftir Vinlandsferðir eða jafnvel einfaldlega frá Grænlandi (Inuítar, sem ættu að hafa sama erfðaefni) en samband var á milli Íslands og Grænlands fram á byrjun 15. aldar.
En því miður hafa þessar vangaveltur ekkert sannleiksgildi því Ísland var auðvitað alls ekki "nánast einöngruð eftir tíundu öld". Það átti alls ekki við á þjóðveldisöld en þá voru miklar siglingar milli landa og Íslendingar gengu iðulega pílagrímsferðir til Róms og Miklagarðs (sem er jú í Asíu). Á 11. öld voru hér ermskir trúboðsbiskupar (armenskir líklega) og tenglin við Miklagarð héldust lengi eftir það. Eftir 1262 fækkaði mjög skipaferðum hingað en samt er ljóst að samband við Noreg var alltaf mikið fram að svarta dauða. Síðan hófust enska öldin, sú þýska og að lokum sú danska. Til eru ævisögur frá 17. og 18. öld eftir Íslendinga sem sigldi til Austur-Índía osfrv. Vitað er um afkomendur danskra þræla hér frá því um 1800 osfrv.
Ísland var auðvitað aldrei nánast einangrað svo þetta merka fólk undan Vatnajökli gæti verið komið hvaðanæva frá, en eflaust síst frá Vínlandi.
Amerískir indíánar til Íslands árið 1000? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt atriði, þessi rannsókn var framkvæmd af Sunnu Ebenesesdóttir hér á Islandi en ekki af spánverja í spænskum Háskóla. Gott væri að the Guardian og MBL og fleiri mundu hafa staðreyndir réttar.
Imma (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 09:45
Hárrétt Torfi. Það getur hafa verið genablöndun síðar. Englendingar voru farnir að sigla til N. Ameríku um 1500 og stunda veiðar á Nýfundnalandsmiðum. Það er nánast víst að þeir hafa komið við á Íslandi í þessum ferðum til að taka með sér vistir og vatn. Þá gætu indíánar hafa slæðst með. Til að skera úr um þetta myndi þurfa einhverskonar aldursgreiningu á erfðaefni sem ég veit ekki hvort er hægt að gera!
http://en.wikipedia.org/wiki/John_Cabot
http://en.wikipedia.org/wiki/Jo%C3%A3o_Fernandes_Lavrador
Þorsteinn Sverrisson, 17.11.2010 kl. 11:45
Lokaálytkun greinarinnar sjálfrar er:
Arnar Pálsson, 17.11.2010 kl. 12:47
Það kemur fram í rannsókninni að inúítar hafa ekki C1e arfgerð.
Páll (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 23:52
Möguleikarnir eru ansi margir.
A. Þræll keiptur í Konstantínopel árið 930, kanski þriðja kynnslóð þræla og mongóli. Mikil blöndun á 1000 árum.
B. Stúlku stolið af Indíánum af forfeðrum okkar og þess vegna hafi þeir orðið svona fúlir og rekið þá í burt. En þá væri blöndunnin mikil á landinu.
C. Guðin Þór var sagður Mongóli eða allavegna skáeigður, en þá myndi líka finnast í noregi og Danmörku eitthverjir afkomendur með sömu gen.
D. Grællensk kona sem kenur til íslands.
E. Þræll ættaður úr Carabíahafinu. Komið til danmörku og síðan 2-3 kinslóðum síðar gifst íslendingi og afkomandi á Austfirði. Þá væri möguleiki að finna gen hennar í danmörku. Genablöndun væri þá frekar lítil kanski 2-900 einstaklingar.
Ég held að ransókninn þurfi að vera pínu ítalegri. Og sjá hvort Mongóli, Grænlendingur(en þeir hafa mjög sjaldgæf gen) eða Indjáni norður-ameriku eða suðuramerkíku(en þar er líka mikill munur á).
Góða helgi.
Matthildur Jóhannsdóttir, 21.11.2010 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.