23.11.2010 | 14:51
"kristin arfleifð íslenskrar menningar"
Ég býst við að margir séu spenntir að sjá hvað standi í nýju námskrárdrögunum fyrir grunn- og framhaldsskóla, um það ákvæði sem hefur verið inni frá árinu 1974/1976 og mest styrr staðið um, þ.e. að kristið siðgæði skuli einkenna skólastarfið, en það ákvæði telja margir brjóta gegn hlutleysiskyldu skólakerfisins.
Í námskránni frá 2006 segir t.d. að starfshættir í grunnskóla skuli mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs, kristins siðgæðis og umburðarlyndis. Hugtakið kristið siðgæði, sem skólinn eigi að miðla og mótast af, einkennist af þessum gildum helstum samkvæmt námskránni: "ábyrgð, umhyggja og sáttfýsi". Þá er sagt að umburðarlyndi tengist lýðræðinu og kristnu siðgæði og byggist á sömu forsendum.
Gagnrýnendur hafa auðvitað bent á að þessi gildi séu ekkert sérstaklega kristin heldur sammannleg, enda þætti fólki í öðrum heimshlutum en þeim kristna eflaust helvíti hart að fá það framan í sig að það sé ekki ábyrgt, umhyggjusamt, sáttfúst og umburðarlynt. Auk þess hefur verið bent á að saga hinna kristnu samfélaga hafi nú ekki alltaf einkennst af sáttfýsi, umhyggju og umburðarlyndi - og má taka bæði gömul og ný dæmi um það.
Í námskrárdrögunum nýju (frá 2010) er tekið mið af þessu trúarlega hlutleysi grunnskólans og ekkert talað um kristið siðgæði. Einungis er sagt á almennan hátt að starfshættir hans skuli mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá er siðgæðisvitund sérstaklega til umfjöllunar í Drögunum en ekkert komið inn á kristna siðgæðisvitund.
Ég held að flestir lífsskoðunarhópar geti sætt sig við slíka markmiðslýsingu, þó svo að vel hefði mátt bæta við húmanískri arfleifð, og fagna henni því.
Drög að nýrri aðalnámskrá birt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.