Gott hjá forsetanum!

Það er fyndið að sjá viðbrögð úrtölumannanna við ummælum forsetans á erlendri grundu. "Má hann þetta?"

Það er eins og forseti landsins megi ekki hafa persónulegar skoðanir, amk megi hann ekki tjáð sig um þær. Helst þyrfti hann að spyrja Össur um leyfi áður en hann tjáir sig, einkum ef það snertir á einhvern hátt ESB og evruna.

Annars er merkilegt að heyra í seðlabankastjóra hvað þetta varðar, en hann tekur nokkuð annan pól í hæðina. Flestir stjórnmálaskýrendur eru á því að evran og fjármálastjórnunin í ESB sé helsta orsökin fyrir því að kreppan eykst frekar en minnkar í Evrópu. Atriði eins og að halda hagvextinum næstum því við núllið sé ein orsakanna. Þetta lætur seðlabankastjóri sem vind um eyru þjóta - og tekur undir með stóru auðveldunum, Þjóðverjum og Frökkum, að löndin sem eru í kröggum geti einungis sjálfum sér um kennt (léleg stjórnun osfrv.).

Eitt sinn var talað um að Már hafi verið marxisti. Nú er hins vegar ljóst að hann er amk kominn í flokk sósíaldemókrata ef ekki enn lengra inn á miðjuna (en er auðvitað kerfiskall fyrst og fremst).

Ólafur hins vegar, þessi gamli framsóknarmaður, virðist vera að færast sífellt meira til vinstri. Það eru gleðileg þroskamerki að mínu mati!


mbl.is Forsetinn: Ísland í betri stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki alveg hvernig Ísland er að koma sterkt út úr kreppunni... sem varði hvað lengt hérlendis, eftir að tölurnar voru uppfærðar þá var kreppa hér í 18 mánuði, lengur en í flestum vestrænum löndum. Síðan er ný hagvaxtarspá varla góð, eða um 2% á næsta ári, það er spáð meiri hagvexti bæði í BNA of ESB.

Síðan má ekki gleyma því að þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi staðið í stað í u.þ.b. ár, þá hefur starfandi fólki fækkað jafnt og þétt, enda þúsundir íslendinga búnir að flýja land. Já svo má ekki gleyma því að eitt stærsta fyrirtæki landsins Össur, ákvað að flytja sig yfir í Dönsku kauphöllina í ESB, og af hverju, var það vegna þess að allt var gott hérlendis? Er ekki spurning um að forseti vor ránki við sér.

Bjarni (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband