26.11.2010 | 21:57
En gegn Norður-Kóreu?
Hræsni Kanans er alltaf söm við sig. Heræfingarnar, sem eru fyrir löngu ákveðnar, eru æfingar fyrir þær aðstæður ef "upplausnarástand" verður í Norður-Kóreu, þ.e. það er verið að æfa innrás í landið. Þetta veit hver alvarlegur fréttaskýrandi en Mogginn gleypir lygina frá USA hráa.
Nú bíða menn spenntir eftir lekanum frá Wikileaks þar sem afhjúpað verður viðhorf bandarískra embættismanna gagnvart öðrum þjóðum. Mun þar verða margt forvitnilegt að sjá, einkum hrokann í Kananum og fyrirlitningu hans í garð allra annarra, meira að segja bandamanna sinna.
Ætli það verði til þess að fjölmiðlafólk hér hætti að birta áróður Kanans óbreyttan og trúa honum eins og nýju neti? Varla.
Heræfingum ekki beint gegn Kína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
http://www.youtube.com/watch?v=O33sfN00oDk&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 23:07
Þarna er verið að tala við tvo rússneska stjórnmálamennn!!! svo ekki sé nú meira sagt, en burtséð frá því hvor skaut fyrsta skotinu, þá er ekki hægt að mæla bót með N Kóreumönnum, þeir eru jú ekki það land í heiminum sem nokkur maður getur tekið málstað með, þó svo að sá hin sami hati allt er bandaríkskt er!!
Guðmundur Júlíusson, 26.11.2010 kl. 23:35
Jónatan Karlsson, 27.11.2010 kl. 00:42
Bíddu við, ertu ekki að grínast ? ég hef alls ekkert dálæti á bandaríkjamönnum, langt í frá, en ég get ekki lagt skilning á þá sem styðja lönd eins og N Kóreu og Búrma, þar sem að einræðisöfl ráða ríkjum og einstaklingum í landinu eru lögð orð í munn við fæðingu !! "þar eru boðorðin snúin upp í andhverfu sína !!
Guðmundur Júlíusson, 27.11.2010 kl. 01:35
Jónatan Karlsson, 27.11.2010 kl. 11:08
Held að Guðmundur sé að lesa þig Jónatan.
Annars getiði nöldrað um þetta allan liðlangan daginn án þess að breyta neinu, það er vitað mál hvernig U.S.A. eru með áhróður og valdabeitingar útum allan heim en samt er ekkert gert, þeir eru orðnir of öflugir.
Kína allt í einu orðinn eina voninn okkar ?
Bjarni Steinar Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 11:43
Eina sem ég veit er að mér lýst ekkert á kjarnorkuvædda Norður-Kóreu. Líf íbúana myndi bætast til muna ef þeir losnuðu við Kim Jong Il, enda gætu þeir auðveldlega sameinast Suður-Kóreu í Kóreska lýðveldið, Suður-Kórea skaffar hvort sem eð nú þegar mestallan matin þeirra.
Að auki er vel skiljanlegt að þeir séu með varan á og halda æfingar. Er fólk búið að gleyma fólskulegri árás norðanmanna á freigátuna?
Arngrímur Stefánsson, 27.11.2010 kl. 12:34
arasin a freigatuna var og er ligi kvadan faerdu tinar uplisingar Arngrimur, eg mindi radleggja ter ad slokva a sjonvarpinu
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 20:59
Hvað með kjarnorkuvopnatilraunirnar, Helgi? Voru þær og eru þær líka bara lygi?
Að segja einhverjum að "slokva a sjonvarpinu" á þessum tímum er heldur úr takti við tímann... internetið, halló?
BNA eiga kjarnorkuvopn, Kína á kjarnorkuvopn, N-Kórea á mögulega milli 6-8 kjarnorkuvopn, S-Kórea á engin.
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.