28.11.2010 | 10:27
Skjölin verða birt í kvöld
Það kemur fram í öllum erlendum fréttamiðlum að skjölin verða birt í kvöld. Ástæðan fyrir því að menn vita þetta svona nákvæmlega er að Der Spiegel birti á netinu fyrir slysni frétt um skjölin, sem átti ekki að fara í loftið fyrr en í kvöld.
Þar kemur einnig fram hvað sé innhald skjalanna sem fela ekki í sér neina hættu fyrir nokkurn mann, nema fyrir mannorð bandarískra diplómata. Þau hafa nefnilega að geyma ummæli Bandaríkjamanna um bandamenn sína og þjóðarleiðtoga, palladóma eins og þá sem fóru í loftið hér um árið þar sem Jóhanna Sigurðardóttir og fleiri íslenskir stjórnmálamenn fengu frekar óskemmtilega umsögn. Ekki nema von að bandarískir sendiráðsmenn hafi verið á ferð víða, m.a. hér á landi, og beðið fólk afsökunar svona fyrirfram!
Framsetning þessarar fréttar sýnir að enn á ný eru Bandaríkjamenn að reyna að kasta ryki í augu fólks, og enn á ný gleypir Mogginn hráa lygina úr þeim.
Biðja Wikileaks að birta ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 86
- Sl. sólarhring: 171
- Sl. viku: 335
- Frá upphafi: 459256
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 297
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála.
hilmar jónsson, 28.11.2010 kl. 11:08
Svolítið sérstakt að fylgjast með þessu. Hvað kemur frá þeim næst? Fer það eftir sölumöguleikum ? Góður tími fyrir andlega sjúka ofstækistrúarsinna. Þeir hafa vonandi gert sér grein fyrir hvaða afleyðingar það hefur að ráðast á stærsta og sjúkasta ríki heims. Við höfum svosem dæmin fyrir augum okkar á degi hverjum,saklausir borgarar drepnir í tuga og hundraðatali. Hver græðir á þessu nema suðuhaldarar sjálfir $$$$$$$ og nokkrir einstaklingar sem er vorkunn.
Björn Jónsson, 28.11.2010 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.