29.11.2010 | 10:28
"eyðileggi diplómatísk samskipti"?
Þetta eru nú með furðulegri viðbrögðum frá háskólamanni við uppljóstrunum á einhverjum víðtækustu njósnum síðari ára (sb. "diplómatísk samskipti"!!).
Eitthvað hefðu menn sagt ef Rússarnir eða Kínverjar hefðu staðið fyrir þessari njósnastarfsemi - og verðlaunað þá sem hefðu flett ofan af þeim.
En vegna þess að það eru okkar ástkæru bandamenn, USA, sem standa fyrir njósnunum þá er mikilvægt að koma uppljóstrunum undir lás og slá. Já, svona er lýðræðis- og upplýsingafrelsisástin mikil hjá frændum okkar Dönum.
Undirsteitmentið með að segja að þetta verði til þess að önnur lönd verði hér eftir treg að "deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum" er einnig hlálegt. Ef eitthvað er til í því að það sé gert, þá er prófessorinn að segja það hreint út að þessi "lönd" séu að njósna um sitt eigið fólk fyrir Bandaríkin.
Það getur þó reyndar vel verið, enda erfitt fyrir USA að komast yfir kortanúmer og afsláttarkortsnúmer án aðstoðar heimamanna, svo ekki sé minnst á DNA-efni og fingraför.
Nei, þessar afhjúpanir Wikileaks eru þær merkustu sem samtökin hafa birt hingað til því þær snerta allan heiminn - og munu vonandi verða til þess að þessum njósnum linni.
Lekinn eyðileggur samskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heldur thú virkilega ad thad sé til gagns og studli ad fridi ef thví er ljóstrad upp ad fjögur arabaríki ( Írak, Jórdanía , Saudi-Arabía og Kuvait) hafi hvatt USA til ad gera árás á Írans kjarnorkustödvar? Bara svo ad eitt daemi sé tekid. Getur thú ekki séd fyrir thér ad thad sái misklíd milli rikjanna og verdi kanski til thess ad thau keppist vid vígbúnad á eigin spýtur, kannski kjarnorkuvopn?
S.H. (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:11
Bahrein, átti thetta ad vera og ekki Írak.
S.H. (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 11:33
Það er ekki lekinn sjálfur sem veldur neinu tjóni, heldur hugsanlega þær upplýsingar sem skjölin hafa að geyma, og meint tjón er fyrst og fremst bundið við sérhagsmuni fárra bandarískra aðila og stórfyrirtækja en ekki almannahagsmuni. Sá sem þolir ekki að sannleikurinn líti dagsins ljós hefur undantekningalaust eitthvað óhreint á samviskunni. Rétt er að halda því til haga að skjölin eru rituð af bandarískum embættismönnum og innihald þeirra því ekki á ábyrgð annara en þeirra sjálfra.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.11.2010 kl. 11:52
Eins og Baldur Þórhallsson benti á í einni greininni: „Við getum rétt ímyndað okkur það þegar við áttum í þorskastríðunum við Breta, ef allt sem fór fram á milli íslenskra og bandarískra embættismanna hefði orðið opinbert nokkrum vikum síðar. Það hefði getað skaðað okkur verulega í landhelgismálinu.“
Öll ríki eiga sín leyndarmál, og öll leitast þau auðvitað eftir að huga að sínum eigin hagsmunum. Spurning hvað kæmi í ljós ef svipaður leki kæmi frá Kína eða Rússlandi...
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 12:30
Já eða hvernig viðbrögðin væru þá. Hvort talað væri um "tjón" eða hvort ekki væri hreinlega talað um njósnir?
Mér finnst þessi viðbrögð hingað til vera nokkuð dæmigerð. Flett hefur verið ofan af njósnum Bandaríkjamanna um allan heim - og viðbrögðin hafa einkum verið þau að "skjóta"sendiboðann, þ.e. uppljóstrarann Wikileaks.
Þessi viðbrögð koma merkilega nokk einkum frá þeim sem hefur verið njósnað hvað mest um - eða voru þetta kannski sameiginlegar njósnir Bandaríkjanna og bandamannsþjóða þeirra á eigin þegnum?
Það er auðvitað stóra spurningin - og mér sýnist á öllu að svarið sé já.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 29.11.2010 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.