Skrítin framkvæmd

Það verður að segjast eins og er að framkvæmdin við þessa kosningu hefur verið all sérkennileg þó ekki sé meira sagt. Fyrst ber að telja hvað margir voru í framboði - að aðeins þurfti undirskrifir frá 30 manns til að geta boðið fram - en samt fengu varla aðrir kosningu en þjóðþekktir einstaklingar. Þannig náðist alls ekki yfirlýstur tilgangur aðstandenda þingsins um að almenningur fengi sína fulltrúa á það.

Auk þess er talningin kapituli út af fyrir sig. Fyrst þetta með of svera blýanta, eða of mjóa?, og svo of hrufótt borð - svo skanninn gat ekki lesið atkvæðaseðlana - og talning sem drógst von úr viti.

Og nú þetta um hlutkestin. Ég tel eðlilegt að þeir frambjóðendur sem ekki komust inn, en voru nærri því, fái allar upplýsingar sem þeir þurfa til að meta það hvort þörf sé á endurtalningu atkvæða.

Mér sýnast talningareglur og fleira vera það óljósar, eða alls ekki birtar, að við þessa afgreiðslu verði ekki unað. Meira gegnsæi takk! 


mbl.is Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það virðast margir ekki hafa fattað almennilega þetta kosningakerfi. Sem og fatta hvað þetta hlutkesti er. Sem er svosem ekki furða þar sem þetta var illa útskýrt opinberlega.

En þetta hlutkesti getur semsagt ekki ráðið því hvort þú komist inn eða ekki. Heldur var þarna verið að taka til í hvaða röð fólk fellur út. Dæmi væri ef að tveir einstaklingar eru í aftasta sæti með 10 stig hvor. Báðir eru fallnir úr leik og það þarf að taka kjörseðla fyrir þá báða og telja 2. val á þessum kjörseðlum. Hinsvegar er kerfið þannig að það dettur alltaf bara einn út í einu og þess vegna er kastað upp á hvor er á undan. Báðir voru samt fallnir úr leik og þetta hlutkesti breytir engu um það heldur bara það á kjörseðlum hvors þeirra 2. atkvæði er talið fyrst.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 462977

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband