1.12.2010 | 17:15
"ósönn og ærumeiðandi ummæli"?
Það er lágt á þessum "fjárfesta" risið - eins og þeim reyndar fleirum. Eina sök DV var sá að benda á að þessi maður hafi tekið stöðu gegn krónunni.
Fyrst neitaði hann því auðvitað, en svo þegar DV kom með sönnun um hið gagnstæða þá sneri hann við blaðinu og sagði slíka stöðutöku vera eðlileg viðskipti. Nú kallar hann slíkar fullyrðingar ósannar og ærumeiðandi!!
Reyndar ætti hann að stefna Stöð 2 allt eins og DV því hún tók undir allar frétti DV og útfærði þær nánar.
Það er svo sannarlega gott að þessi "vinur" og fyrrum samstarfsmaður Björgólf Thors fékk ekki að kaupa Sjóvá, og geta þannig leikið sama leik og Björgólfur viðurkenndi að hann gerði, að kaupa fyrirtæki til þess eins að selja þau (eða tæma það og lána pening út á það eins og gert var í undanfara hrunsins).
Auk þess skil ég ekki, af hverju ekki er ennþá búið að setja lög sem banna mönnum, sem sett hafa félög og fyrirtæki á hausinn - og skulda fjölmarga milljarða - að stunda áfram viðskipti hér á landi. Þá fyrst losnum við við uppákomur sem þessar.
Fer fram á 5,6 milljónir króna vegna umfjöllunar DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 23
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 378
- Frá upphafi: 459302
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 334
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
heyr heyr
Hjörleifur Harðarson, 2.12.2010 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.