Ótrúlegt fjaðrafok

Það er alveg ótrúlegt hvað Bandaríkjamenn, og reyndar bandamenn þeirra einnig, geta látið út úr sér vegna þessa máls. Þeir heimta líflátsdóma, jafnvel aftökur án dóms og laga, á þeim sem hafa tekið þátt í uppljóstrunum á þessum skeytasendingum bandarísku utanríkisþjónustunnar.

Talað eru um að "bandarísk" líf séu í hættu (rétt eins og þau líf séu miklu dýrmætari en allra annarra) þegar einungis er verið að segja frá njósnum diplómata - og varla einu sinni það heldur fyrst og fremst lausmælgi og palladóma - sem njóta jú friðhelgis eins og allir vita!

Þessir sömu einstaklingar láta sér hins vegar í léttu rúmi liggja að njósnir á almenningi og starfsmönnum alþjóðlegra stofnana eru inngrip í einkalík þeirra og þar með brot á mannréttindum viðkomandi og glæpsamlegt athæfi.

Þetta sýnir auðvitað að Bandaríkjamenn telja sig ofar alþjóðalögum og að sama gildi ekki um þá og aðrar þjóðir.

Her kemur svo samantekt á ummælum þeirra sem krefjast þess að Assange verði eltur uppi og drepinn og menn eins og bandaríski hermaðurinn Manning, sem lak fyrstu skjölunum, verði dæmdur fyrir landráð og tekinn af lífi. Þar af er einn þungaviktarmaður í republikanaflokknum (annar en Palin) sem líklegur er til að vera forsetaefni flokksins í næstu forsetakosningum:

http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article3929828.ece

 


mbl.is Segir WikiLeaks ekki hafa brotið lög með lekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 9
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 364
  • Frá upphafi: 459288

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband