7.12.2010 | 21:30
Ekki góður leikur!
Íslenska liðið var lélegt í þessum leik, gegn ungu liði Svíanna. Nú gildir ekki að segja að landinn hafi ekki stillt upp sínu besta liði því Svíar gerðu það ekki heldur.
Eins og undanfarið brugðust lykilmenn eins og Snorri Steinn, sem er greinilega á leið út úr boltanum svo slakur er hann orðinn. Þar var Róbert einnig slakur, ekki bara í vörninni eins og venjulega heldur líka í sókn, og Arnór óheppinn og fékk lítið að spila eftir nokkur mistök í röð.
Guðmundur er auðvitað viðurkenndur þjálfari, enda oft náð góðum árangri, en er harla mistækur með innáskiptingar eða réttara sagt tregðu við að skipta mönnum inn og út. Þegar sannaðist t.d. eftir að Sveinbjörn markmaður, sem hafði varið vel á tímabili, hætti að verja en fékk að vera inn á allt til loka.
Þá kom á óvart hvað vörnin heypti mörgum boltumn í gegn utan af velli - og verður að segjast eins og er að hún hefur átt betri daga. Samt voru allir gömlu jaxlarnir með.
Svíarnir eru alltaf seigir og spila skynsamlega. Þeir eru með sterkan markvörð og vörn eins og venjulega - og nýja skyttu fyrir utan sem var ótrúlega lunkin að koma skotum í gegnum vörnina.
Já, þetta lýtur ekki vel út fyrir HM, fyrir íslenska karlaliðið í handbolta, enda aðeins mánuður í mót.
Fimm marka tap fyrir Svíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 98
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.