Mjög mikilvægur dómur

Dómurinn í Kaupmannahöfn í máli 250 manns, sem kærðu lögregluna fyrir ólöglega handtöku, er talinn fordæmisgefandi og því mjög mikilvægur í því að verja rétt fólks til friðsamlegra mótmæla.

Allir þeir sem kærðu voru handteknir, þrátt fyrir að hafa einungis mótmælt friðsamlega, eða í svokölluðum fyrirbyggjandi aðgerðum lögreglunnar. Eins og menn eflaust muna þurfti fólkið að sitja á hörðu malbiki í marga klukkutíma í desember í fyrra og var ekki einu sinni leyft að komast á klósett.

Það er þó ekki aðeins þessi framkoma lögreglunnar sem er undir smásjá þessa daganna því birtar hafa verið upptökur frá því í fyrra er yfirmaður lögreglunnar á vettvangi hvatti menn sína til að beita kylfum ótæpilega (svo þær verði rauðglóandi) og hlífa engum, ekki einu sinni blaðamönnum og ljósmyndurum!

Ljóst er að á undanförnum árum hefur harka lögreglunnar gagnvart mótmælendum aukist mjög, ekki aðeins í Danmörku heldur um allan hinn vestræna heim, og einnig hér á landi.

Framkoma lögreglunnar í búsáhaldabyltingunni og í tengslum við hana (framkoman gagnvart Saving Iceland hópnum t.d.) sýndi þetta vel og ótrúlegt að hún hafi ekki verið kærð fyrir framkomuna. Framkoma hennar við alþingishúsið nú um daginn vegna málefnis níumenninganna sýnir svo ekki verður um villst að hún hefur ekkert lært (þó svo að lin framkoma hennar við tunnubyltingarfólkið hafi bent til annars. Það á sér eflaust pólitískar ástæður sem ekki eru til umræðu hér).

Því er mjög mikilvægt fyrir fólk, sem vill nota rétt sinn til friðsamlegra mótmæla, að láta reyna á dómskerfið ef lögreglan misnotar vald sitt og vill hefta þessi sjálfsögðu mannréttindi almennings.


mbl.is Ólöglegar handtökur lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Sammála. Og það eru mikið fleiri mál, þar sem íslenzka lögreglan hefur beitt ómannúðlegu og ónauðsynlegu ofbeldi, jafnvel gegn varnarlausum konum (eitt slíkt gerðist nýlega). Ísland hefur smám saman breytzt í fasistaríki. En það er ekki aðeins íslenzka lögreglan sem er þannig. Opinberir starfsmenn, einkum á vegum bæjarfélaga, beita einnig valdníðslu og kúgun gegn vararlausum borgurum, sérstaklega ef um er að ræða fólk af útlendu bergi brotið.

Vendetta, 17.12.2010 kl. 06:24

2 Smámynd: Durtur

Mér finnst nú vert að taka fram að langflestir íslenskir lögreglumenn eru gott fólk sem vinnur vinnu sína vel, og algerlega innan marka laganna, fyrir smánarleg laun og litla sem enga virðingu. Ef við ætlum að fara að segja að allar íslenskar löggur séu rakin illmenni, þá þurfum við líka að segja það um t.d. Geir Jón Þórisson, sem er einhver besti löggumann í heiminum og eflaust bara með betri manneskjum sem plánetuna okkar byggja. Ég held að það þurfi bara smáviðhorfsbreytingu meðal nokkurra yfirmanna þarna--og að sjálfsögðu fleiri löggur og hærri laun--til að við megum vera mjög sátt við löggæsluna hérlendis.

En það þarf vissulega að vakta þetta vel, vesturlöndin eru eiginlega öll komin á hálan ís í mannréttindamálum og það er ótrúlegt að sjá lönd sem ég bar mikla virðingu fyrir (Svíþjóð?) stinga sér svona umsvifalaust í djúpu laugina með CIA... fallið getur greinilega verið hratt.

Durtur, 17.12.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 65
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 91
  • Frá upphafi: 458111

Annað

  • Innlit í dag: 55
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 54
  • IP-tölur í dag: 54

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband