Djöfuls viðbjóður

Það er engu á þessa ameríkana logið. Drepa fólk með dýralyfi!

Svo er fólk að hneykslast á Írönum fyrir að grýta fólk til bana en enginn segir bofs þegar mesta lýðræðis- og mannréttindaelskandi þjóð í heimi tekur af sér grímuna og sýnir sitt rétta eðli.

Nýlega birtist yfirlit yfir mestu lýðræðis- og einræðisríkin. Merkilegt nokk þá trónaðu Bandaríkin ekki á toppnum þar og komust ekki einu sinni á topp tíu lista. Gaman væri að sjá hvar þeir lentu varðandi mannréttindi og persónufrelsi, samanborið ofsóknirnar á hendur Assange þessa daganna.

Þá er athyglisvert að sjá hverjir trjóna á topp verstu einræðisríkjanna. Þar gætu menn haldið að hið illa öxulveldi Íran væri efst ásamt Norður-Kóreu en svo er ekki. Íran kemur aðeins í 9. sæti.

Fyrir ofan eru mikil stuðningsríki Bandaríkjamanna, sem koma þess vegna aldrei í fréttir hér á Vesturlöndum fyrir einræði (og aldrei kölluð einræðisríki). Það er fyrir það fyrst hið "vestræna" Saudí-Arabía (7. sæti) sem grýtir fólk, aflimar það og neitar konum um lágmarks mannréttindi, án þess að nokkur hiksti eða stynji hér vestra. Einnig eru þarna lönd eins og Túrkmenistan og Úsbekistan (Mið-Asíuríki) sem eru sérstakir bandamenn Bandaríkjamanna vegna þess að þeir leyfa Könunum afnot af flugvöllum landanna til að halda áfram hernaðinum í Afganistan.

Maður spyr sig hvenær þjóðir heimsins taki sig saman og setji viðskiptabann á USA rétt eins og gert er við Íran, því mannréttinda- og vígbúnaðarbrot þeirra fyrrnefndu eru miklu meiri en hins síðarnefnda.

 


mbl.is Tekinn af lífi með dýralyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Helvítis ógeð

magnús steinar (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:14

2 identicon

Ekki það að ég styðji það að nota dýralyf. En það að segja að sú athöfn að grýta fólk til dauða sé engu verr en að DEYFA mann með dýralyfi (þetta er bara deyfilyf) sýnir eindóma heimsku og fáfræði! Þetta er með engu móti samanburðarhæft!!

Ef þetta lyf getur deyft mörg hundruð kg hest fyrir geldingu þarf ekki að hafa áhyggjur að þetta deyfi ekki mannslíkama!

Sandra (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 293
  • Frá upphafi: 459926

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 258
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband