22.12.2010 | 07:46
Góðir!
Þetta er auðvitað mjög athyglisverð frétt, rétt eins og allt sem kemur frá Sólheimum þessa daganna. Stjórnendum stofnunarinnar er auðvitað mikið í mun að fá sem besta samningsaðstöðu þegar gengið er til samninga um áframhaldandi rekstur heimilisins þar við fulltrúa sveitarfélagsins Áborg. Á þá að nota heimilsfólki þar sem skiptimynt. En kannski er þeim alvara með að setja heimilsfólkið út á guð og gaddinn.
Hins vegar er óljóst hvað gengur Mogganum til með þessari frétt. Hefur þessi fjölmiðill engin siðferðisleg viðmið í starfi? Er í lagi að ganga í lið með samviskulausum stjórnendum Sólheima í þessu braski þeirra með fjöregg íbúanna?
Málið er líklega það að þetta sé eitt stórt sjónarspil frá upphafi. Stjórnendur Sólheima hafa engin tromp á hendi. Staðan í samfélaginu er þannig í dag að það er enginn möguleiki til að leigja þessi hús út til annarrar starfsemi en þá núverandi.
Það eru mörg slík svæði sem standa illa nýtt og hafa mun meiri forsendur til að standa sig í slíkri samkeppni. Má þar nefna Keflavíkurflugvöll og Bifröst sem annað hvort eru illa nýtt eða eiga í miklum fjárhagskröggum vegna slæmrar nýtingar.
Á Sólheimum er hins vegar starfrækt lifandi og virkt samfélag, sem er mjög spennandi í sjálfu sér og jafnfram mjög viðkvæmt, og má ekki leika sér með í heimskulegu gróðaskyni. Reyndar má líklegt telja að stofnunin sé illa stödd fjárhagslega, illa rekin, og því sé allur þessi hráskinnaleikur settur af stað.
Að lokum vil ég minna á að þjóðkirkjan kemur að þessu starfi og "á" þar tvo fulltrúa (og stofnun á hennar vegum á eflaust stóran eignahlut). Hefur hún ekkert við þetta brask og tillitsleysi við íbúana að athuga?
Miklir möguleikar á svæði Sólheima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 13
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 292
- Frá upphafi: 459925
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 257
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sólheimar ses. eru sjálfseignarstofnun sem þýðir að hún á sig sjálf og enginn nýtur arðgreiðslna af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Þessar dylgjur þínar um kirkjuna og "eflaust stóran eignarhlut" eru því á sama plani og siðferðislegu viðmiðin sem þú saknar hjá Mogganum.
Guðrún (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 09:25
Fyrirgefðu fröken! Ég hef aldrei heyrt að það séu engir eigendur að sjálfseignastofnunum og efast um að svo sé um þessa stofnun heldur. Pétur Sveinbjarnarsson og fjölskylda munu til dæmis eiga þar stóran hlut, annars sæti sá maður þarna varla. Og ég efast einnig um að Pétur fái ekki neitt greitt fyrir setu sína þar og/eða önnur störf á vegum stofnunarinnar (er svo ekki sonur hans framkvæmdastjóri þarna?).
Þá var barnaheimilisnefnd Þjóðkirkjunnar aðili að stofnun Sólheima, eins og kemur fram í stofnskrá. Kirkjan hefur lengi komið að stofnunni á þeim forsendum - og málefni Sólheima löngum rædd á prestastefnu.
Svo ég vísa fullyrðingum þínum um dylgjur heim til móðurhúsanna og efast um að góð og gegn siðferðileg gildi liggi að baki athugasemd þinni. Reyndar væri gaman að vita tengsl þín við Sólheima...
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 10:02
Það eru engir eigendur að sjálfseignarstofnun (eins og nafnið gefur til kynna):
"Sjálfseignarstofnun, eins og nafnið gefur til kynna, á sig sjálf. Sjálfseignarstofnun er sett upp með ákveðnu stofnfé og með hagsmuni félagsins fer sérstök stjórn. Hvorki stofnendur né stjórnin ber ábyrgð á skuldbindingum."
Þetta er tekið af vefnum "island.is" nánar til tekið hérna: http://www.island.is/flokkur1/stofnun-og-rekstur-fyrirtaekja/onnur-rekstrarform/
Og úr lögum nr. 33/1999, um sjálfseignarstofnanir sem stunda atvinnurekstur:
2. gr.
Sjálfseignarstofnun samkvæmt lögum þessum verður til með þeim hætti að reiðufé eða önnur fjárverðmæti eru afhent óafturkallanlega með erfðaskrá, gjöf eða öðrum gerningi til ráðstöfunar í þágu sérgreinds markmiðs, enda fullnægi afhendingin að öðru leyti ákvæðum laganna.
Einar Steinsson, 22.12.2010 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.