Ótrúleg manneskja!!

Frú Clinton sver sig greinilega í ætt harðlínumanna í USA og ótrúlegt að hún skuli vera utanríkisráðherra í ríkisstjórn hins "frjálslynda" Obama. Manni finnst hún eiga betur heima í fyrri ríkisstjórn Bush.

Fyrir það fyrsta hlýtur að vera frekar hæpið að skipta sér af dómstólum í öðrum löndum, ekki síst þegar ákært eru um slík gríðarleg svik eins og í tilfelli rússneska auðkýfingsins.

Auk þess er frúin að kasta hér steinum úr glerhúsi. Er skemmst að minnast meðferðarinnar á bandaríska hermanninum Manning sem ljóstraði upp um stríðsgæpi bandaríska hersins í Írak - og á yfir höfði sér yfir 50 ára dóm vegna þess, auk þess sem hann sætir pyntingum í fangelsi (haldið vakandi og vaktaður stóran hluta sólarhringsins og situr í örþröngum klefa (um 5 fermetra ef ég man rétt)).

Ef það er einhver þjóð sem hefur notað - og notar - dómskerfið í pólitískum tilgangi þá eru það Bandaríkjamenn og bandarísk stjórnvöld.


mbl.is Clinton gagnrýnir Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og talað útúr mínu hjarta! Er samt enginn vinur Pútins fremur en annara ráðamanna.

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.12.2010 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 459929

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband