Þvílíkur undirlægjuháttur!

Ég skil Sjálfstæðisflokkinn vel að vera að leita að nýjum formanni fyrir flokkinn, því furðulegra harakíri hefur maður sjaldan verið vitni að hjá forystumanni íslensks stjórnmálaflokks.

Ég velt því fyrir mér hvað gangi að manninum að fremja slíkt pólitísk sjálfsmorð þegar hann hefði einfaldlega getað þagað um málið. Eða hvernig myndi hann bregðast við sem hugsanlegur forsætisráðherra ef fram kæmi beiðni frá bandarískum stjórnvöldum um að framselja íslenskan þingmann vegna þessa máls eða að hún yrði tekin höndum við komu sína til Bandaríkjanna?

Og hver er sekt hennar? Að taka þátt í að afhjúpa stríðsglæpi? Er það virkilega glæpsamlegt gagnvart bandarískum lögum? Það kemur auðvitað okkur svo sem ekkert við því hér gilda íslensk lög og eftir þeim verðum við auðvitað að fara eða hvað?

Nei, með svona forystumann getum við sagt skilið við öllu mannréttindi, friðhelgi einkalífs, friðhelgi netmiðla og sjálfstæði þeirra gagnvart opinberum stjórnvöldum, rit- og tjáningarfrelsi o.s.frv.

Líklega er Bjarni ekki í jafnvægi vegna málefna Sjóvár og Milestone-málsins - og ætti að segja af sér öllum opinberum trúnaðarstörfum til að takast á við þau vandamál. Það er að minnsta kosti ráðlegging mín til hans - og til flokksins.


mbl.is Bandaríkjamenn beita lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Undirlægjuháttur er sannarlega rétt orð.

hilmar jónsson, 9.1.2011 kl. 20:05

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Torfi ertu hissa á þessu útspili hjá Bjarna og ef svo er þá er ég hissa því að það ætti hver maður að vera búin að sjá í gegnum þennan manngarm sem Bjarni er!

Sigurður Haraldsson, 9.1.2011 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 458376

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband