21.1.2011 | 10:32
Háskólinn á Akureyri að brillera enn einu sinni?
Grétar Þór Eyþórsson prófessor á Akureyri hefur við drjúgur við að útbúa skýrslur fyrir Alcoa og íslenska virkjunarsinna undanfarin ár.
Skemmst er að minnast skýrslu sem álfrú Valgerður pantaði frá honum og Háskólanum á Akueyri um þörf á uppbyggingu á Austurlandi samfara virkjunarframkvæmdum þar. Farið var eftir tillögu hans og verkefnahópsins sem hann stjórnaði og reistar 300 íbúðir sem flestar standa auðar í dag (reyndar voru tillögurnar þær að reisa skyldi 600 íbúðir).
Sjá http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1053417
Þá vakti Grétar Þór athygli á sér þegar hann vildi taka úrskurðarvald Skipulagsstofnunar um virkjunarmál af henni, vegna þess að hún leyfði sér að setja spurningarmerki við hagkvæmni Kárahnjúkavirkjunnar (2002).
Grétar er líklega eitt versta dæmið af mörgum um háskólakennara sem misnotar stöðu sína í pólitískum tilgangi. Komment hans um skoðanarkannanir benda til þess, en áþreifanlegast sönnunin er mastersritgerð nemanda hans sem er pöntuð niðurstaða frá virkjunarsinnum á Austurlandi. Sjá http://www.fjardabyggd.is/media/PDF/Meistararitgerd_Eggert.pdfEr ekki kominn tími til að ignorera þennan mann algjörlega?
Fresta ráðstefnu um áhrif álvers á Austurlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna kemur skýringin á því af hverju hann er svona "dapur" í kennslunni í því sem á að vera AÐALVINNAN hans við HA. Ég hef nokkru sinnum bent á það í bloggi að á meðan háskólarnir eru háðir atvinnulífinu með fjármagn er ekki von til þess að þeir geti sent frá sér óvilhallar greiningar og skýrslur.
Jóhann Elíasson, 21.1.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.