Fjöðrin sem varð að fimm hænum

Já, þá er þessi stormurinn farinn úr vatnsglasinu og allar vangaveltur um njósnir þar með úr sögunni - nema hjá þeim allra hugmyndaríkustu að sjálfsögðu.

En spurningin sem situr eftir er sú, af hverju alllur þessi farsi var settur í gang - og af hverjum. Var það Mogginn sem kom fyrst með fréttina? Þetta allt saman virðist vera einn stór tilbúningur þar sem þessar upplýsingar frá lögreglunni benda ekki til neins saknæms.

Önnur spurning situr þó einnig eftir. Af hverju voru þingmenn ekki spurðir um þessa tölvu - hvort þeir ættu hana eða vissu eitthvað til hennar? Ekkert bendir til þess að svo hafi verið gert og ekki heldur hvort einhver hafi gefið sig fram nú og sagt sakna fartölvunnar sinnar!

Já, við lifum í merkilegu þjóðfélagi þessi misserin ...


mbl.is Rannsókn stóð í nokkrar vikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þessi fartölva var sérstaklega þannig frágengin að ekki væri hægt að rekja eignarhald hennar. Því er ólíklegt að "eigandinn" gefi sig fram sjálfviljugur.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2011 kl. 14:06

2 Smámynd: Vendetta

Áttu þá við Guðmundur, að User hafi verið skráður sem Notandi og ekki með fullu nafni? Hvílík ósvífni! Þetta hlýtur að vera forhertur glæpamaður.

Vendetta, 22.1.2011 kl. 18:54

3 Smámynd: Vendetta

Jafn forhertur og eiturlyfjasmyglararnir sem voru staðnir að því fyrir mörgum árum að merkja pokana Gráfíkjur í staðinn fyrir Kókaín, í þeim óheiðarlega tilgangi að villa um fyrir lögreglunni.

Vendetta, 22.1.2011 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband