Ekki gott mál!

Nú þurfa Ungverjar aðeins að vinna Spán - og Þjóðverjar að vinna Norðmenn - og þá eru við lentir í keppni um 9.-10. sætið, en við töpum auðvitað á morgun fyrir Frökkum eins og venjulega.

Íslenska liðið er komið á sama stað og það var fyrir Ól og EM - þ.e. orðið lélegt og aftur farið að tapa stórt gegn sterkustu þjóðunum.

Og það er engin ný stjarna í sjónmáli til að taka við - nema einn maður sem má ekki við margnum.

Ég spái margra ára lægð í handboltanum hjá íslenska landsliðinu nema við fáum nýja þjálfara með nýjar hugmyndir (aðrar en að láta Snorra Stein spila alla leikina og nær allan tímann!). 


mbl.is Ungverjar lögðu Þjóðverja á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Handoltafregnir - Allt um handbolta!

Íslenska landsliðið stendur í ströngu á HM í handbolta á morgun þegar lokaumferð í milliriðlum fer fram. Ísland er enn í baráttu um að ná einu af sjö efstu sætunum, sem skila sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Liðið er í þriðja sæti í milliriðlinum fyrir leiki dagsins en mætir heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka klukkan 19.45 annað kvöld.

Haldi Ísland þriðja sætinu spilar liðið um fimmta sæti á mótinu en Íslendingar gætu hins vegar þurft að spila um 9. sætið tapi þeir fyrir Frökkum á sama tíma og Ungverjar vinna Spán og Þjóðverjar vinna Norðmenn.

Ísland ætti þá ekki lengur möguleika á því að komast á Ólympíuleikana í London 2012 nema með því að verða Evrópumeistari í Serbíu á næsta ári.

Lendi íslenska liðið í 4. sæti í riðlinum mun íslenska liðið spila um 7. sætið við liðið í 4. sæti í hinum milliriðlinum. Leikurinn um sjöunda sætið yrði hreinn úrslitaleikur um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig dæmið lítur út fyrir íslenska liðið en til einföldunar er ekki gert ráð fyrir jafnteflum í leikjunum sem gætu flækt málið.

Lykilatriðin ...

Íslenska liðið verður alltaf efst verði Ísland, Ungverjaland og Þýskaland jöfn að stigum þökk sé sex marka sigri á Ungverjum í fyrsta leik mótsins og því að Ungverjar unnu Þjóðverja með "aðeins" tveimur mörkum.

Sex marka sigurinn á Ungverjum þýðir jafnframt að Ísland verður alltaf ofar en Ungverjaland verði liðin jöfn.

Þjóðverjar verða aftur á móti alltaf fyrir ofan Ísland verði liðin jöfn að stigum því Þýskaland vann Ísland 27-24 í fyrsta leiknum í milliriðlinum.

Stig liðanna í riðlinum:

Frakkland 7 stig
Spánn 7 stig
Ísland 4 stig
Ungverjaland 4 stig
Þýskaland 2 stig
Noregur 0 stig


Ísland spilar um 5. sætið ef ...

Ísland vinnur Frakkland

eða

Spánverjar vinna Ungverja og Norðmenn vinna Þjóðverja því þá skipta úrslitin úr íslenska leiknum ekki máli.


Ísland spilar um 7. sæti ef ...


Ísland tapar fyrir Frökkum, Ungverjar vinna Spán og Þjóðverjar vinna ekki Noreg

eða

Ísland tapar fyrir Frökkum, Ungverjar ná ekki stigi á móti Spáni og Þjóðverjar vinna Noreg.


Ísland spilar um 9. sæti ef ...


Ísland tapar fyrir Frökkum, Ungverjar vinna Spán og Þjóðverjar vinna Noreg.

Handoltafregnir - Allt um handbolta!, 24.1.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 95
  • Sl. viku: 158
  • Frá upphafi: 459437

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband