Hin hvatvísa Ólína!

Það er greinilega farið að hrikta í stjórnarsamstarfinu. Fyrst hótanir Jóhönnu Sigurðardóttur í garð "órólegu" deildarinnar í VG, orð sem geta ekki verið túlkuð á annan hátt en svo að Samfylkingin sé farin að leita sér að öðum samstarfsaðila í ríkisstjórn - og svo þessi ótrúlega ýktu viðbrögð Ólínar Þorvarðardóttur í garð Liðju og Ögmundar fyrir hófleg viðbrögð þeirra við hótunum forsætisráðherra..

Ólína talar í pistli sínum um að ummæli Lilju megi jafna við níð - og bætir svo um betur í athugasemd og talar þar um gagnrýni Lilju á forsætisráðherra sem hreint níð. Ef farið er yfir ummæli Lilju sést þó ekkert slíkt. Hún talar aðeins um hótarnir Jóhönnu og jafnar henni við gamaldags stjórnmálamann fyrir hrun sem leyfi ekki gagnrýna umræðu. Hvað er níð í þessu? Er Jóhanna t.d. ekki gamaldags stjórnmálamaður (búin að vera á þingi í meira en 30 ár!)? Og var hún ekki ráðherra í hrunstjórninni og á þannig sök á Hruninu eins og aðrir stjórnarliðar og ráðherrar á þeim árum?

Nei, það er Ólína (og Jóhanna) sem er stórorð og ætti að biðjast afsökunar á ummælum sínum ef hún vill ekki að stjórnin springi.

Annars má þessi stjórn fara fyrir mér. Samfylkingin er einfaldlega mið-hægri sinnaður borgaraflokkur sem breytir engu hvað varðar stjórnarfar og valdastrúktur í þessu guðs volaða landi.

VG getur alveg eins stjórnað, og unnið að umbótum, með ekta hægri flokki eins og Sjkálfstæðisflokknum. eins og að vinna með þessum falska vini vinstri manna í landinu (Samfylkingunni).

Hitt er víst að Samfylkingin er ekki í neinni aðstöðu til að vera með stæla og hóta stjórnarslitum. Það vill nefnilega enginn annar flokkur en VG vinna með þeim!


mbl.is Orð látin vaða eins og púðurskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held svei mér að þetta sé nokkuð satt það sem Lilja segir en Ólína oftúlkar og bregst allharkalega við.  En var ekki verið að tala um að Ólína hafi verið að bera út níðbréf um Lilju Mós í kringum fjárlagafrumvarpið?  Er hún ekki bara að hefna sín fyrir það og túlka það að nú sé Lilja að bera út níð um Jóhönnu, sem hefur ekki verið neitt sérstaklega kurteis gagnvart "órólegu" deildinni og því fengið á sig gagnrýni?  Einkennileg leikflétta...

Skúli (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 21
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 376
  • Frá upphafi: 459300

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 332
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband