1.2.2011 | 13:44
Hvað með Agnesi?
Ég lít svo á að þessi leiðrétting Moggans sé einskonar afsökunarbeiðni vegna lygifréttarinnar í gær, þó svo að blaðið hafi ekki manndóm í sér að biðjast afsökunar hreint út.
Hins vegar bíð ég eftir afsökunarbeiðni frá Agnesi Bragadóttur, sem skrifað fréttina sem enginn fótur var fyrir. Ef hún biðst ekki afsökunar opinberlega á þessum skrifum sínum þá er hætt við að það litla álit sem venjulegt fólk (ekki blindir flokksfélagar) hefur á henni, fari algjörlega.
Þá tek ég undir það að Siðanefnd Blaðamannafélagsins taki málið fyrir. Við svona fréttamennsku verður ekki unað.
Ekki með réttarstöðu grunaðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 23
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 378
- Frá upphafi: 459302
Annað
- Innlit í dag: 20
- Innlit sl. viku: 334
- Gestir í dag: 20
- IP-tölur í dag: 19
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ég hefði orðið uppvís að svona vinnubrögðum á mínum vinnustað, þá hefði ég líklega verið rekinn umsvifalaust, og hef þó aldrei gegnt neinni ábyrgðarstöðu.
Það er með gríðarlegt óbragð í munni sem maður horfir upp á það aftur og aftur að fólk í lykilstöðum skítur upp á bak, en samt halda allir starfinu sínu.
Ég gæti alveg skrifað fullt af svona drullu til að birta í fjölmiðlum ef ég kærði mig um það, það er nefninlega ekkert mál að skila illa unnu verki. Munurinn er hinsvegar sá, að það myndi ég aldrei gera, hvorki af eigin frumkvæði né í þágu nokkurs vinnuveitanda.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.2.2011 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.