1.2.2011 | 21:36
Kratar og íhald að ná aftur saman?
Þetta er annað málið í dag þar sem kemur fram að þingmenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins tjá sig á sama hátt - og tala um mikilvægi þess að viðskiptaferli sé opið og gegnsætt. Hitt var vegna kaupa á Sjóvá sem hætt var við og Seðlabankastjóri vildi ekki upplýsa þingnefnd um (bar við þagnarskyldu). Þar tóku tveir þingmenn úr hvorum hrunflokkinum höndum saman og gagnrýndu leyndina.
Gott og vel. Þetta minnir auðvitað á kröfu fólksins í búsáhaldabyltingunni um opnara og gegnsæjara stjórnkerfi. Hitt vekur athygli að það eru einmitt þingmenn hrunflokkanna, þeirra flokka sem héldu öllu lokuðu og stunduðu baktjaldamakk af fullum krafti, sem snúa svona gjörsamlega við blaðinu núna.
Það er ekki trúverðugt að mínu mati - og er greinilega leikur í einhverju pólitísku spili. Ég get vel skilið að stjórnarandstöðuþingmenn láti svona en finnst undarlegt að stjórnarþingmenn sameinist með þeim í þessari stjórnarandstöðu.
Erum við að sjá nýja stjórnarmeirihluta að myndast þar sem Samfylkingin selur íhaldinu enn einu sinni sálu sína - og býður blautar varir?
Hljóta að læra af reynslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 99
- Frá upphafi: 458378
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 85
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.