Enn einn lýðskrumarinn á þingi

Það er ótrúlegt til þess að vita hversu margir óhæfir menn sitja á þingi. Eða er það kannski svo að menn umturnast þegar þeir setjast þar og að þá komi allir verstu lestir manna í ljós?

Nú er það klárlega svo að Seðlabankastjóri fer einungis eftir lögum um bankann og um embætti sitt. Honum er einfaldlega bannað að greina frá viðskiptum Seðlabankans við aðra, nema um það sé tryggður fullur trúnaður. Svo er alls ekki með þingnefndirnar. Þær eru ekki bundnar trúnaði samkvæmt lögum, enda lekur allt sem inn á borð þar kemur eins og dæmi sanna.

Þessi aðför að Seðlabankastjóra er auðvitað mjög ámælisverð og í raun stórfurðuleg í ljósi þess árangurs sem Seðlabankinn hefur náð í fjármálastjórnuninni. Vextir hafa aldrei verið minni og þar af leiðandi verðbólgan að sama skapi. Staða þjóðarbúsins er miklu betri en bjartsýnustu menn hafa vonað.

Þó er þessi aðför í raun ekkert skrítin. Þingmenn Framsóknar (sem og þingmenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar) hafa barist fyrir því alla tíð að Seðlabankastjórar séu pólitískt ráðnir. Nú loksins þegar þeir eru ráðnir vegna hæfni sinnar og verðleika - og láta ekki stjórnast af flokkshagsmunum - þá rísa fulltrúar þeirra flokka, sem hafa hingað til komið gæðingum sínum fyrir á Seðlabankajötuna, upp á afturlappirnar og láta öllum illum látum.

Sem betur fer er íslenskur almenningur ekki svo skyni skroppinn að hann falli fyrir þessum látalátum og lýðskrumi!


mbl.is Skoði hvort seðlabankastjóri geti setið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Eg tel ad flokkshagsmundir seu enn i rikjandi a tingi.

Anna , 3.2.2011 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 456859

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband