Laminn? Ekki bara það...

Ekki bara það. Maðurinn var stunginn í bakið og magann með hnífi - auk þess sem hann er slasaður á höfði. Mest er óttast um hnífsstungurnar enda eru þær m.a. í kringum hryggjarliðinn.

Ljóst er að það er glæpagengi Mubaraks og liðs hans sem stóð að þessari árás, og fleiri, á Sandström. Sandström þessi er fréttamaður STV 1, helstu ríkissjónvarpsstöðvarinnar í Svíþjóð og mjög virtur sem slíkur. Hann hefur starfað mjög lengi í Mið-Austurlöndum fyrir sænska sjónvarpið, vakti meðal annars mikla athygli fyrir fréttaflutning frá innrásinni í Írak og munaði minnstu að hann yrði drepinn í árás Bandaríkjamanna á hótel erlendra frétta manna í Bagdad (sem auðvitað var "óvart").

Það er þessi glæpastjórn í Egyptalandi sem hefur notið stuðnings Bandaríkjamanna til fjölda ára og hefur t.d. verið notuð til þess að pynta fanga frá Afganistan og Írak. Hinir svokölluðu fangaflutningar hafa flestir hverjir verið með fanga til Egyptalands þar sem þeir hafa sætt mjög alvarlegum pyntingum.

Með falli egypsku stjórnarinnar má búast við að heldur fari að þrengja um áhrif Bandaríkjamanna í þessum heimshluta - og að Ísraelsríki. Því er hætt við að beitt verði öllum ráðum til að draga úr þessari byltingu sem mest má - og reynt að koma hófsömum öflum að, öflum sem ganga ekki í berhögg við hagsmuni Bandaríkjamanna í þessum heimshluta eða verði of mikil ógnun við Ísrael.


mbl.is Skipulagðar árásir á fréttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband