Clinton styður Múbarak!

Skrítinn þessi fréttaflutningur hjá Mogganum. Aðalfréttin varðandi ræðu Hilary Clinton er auðvitað sú að hún styður áætlun egypsku stjórnarinnar um að Múbarak sitji áfram fram að kosningum og/eða að flokkur hans leiði "umbóta"starfið í landinu. Þar með hafna Bandaríkjamenn kröfu flestra um að Múbarak fari strax frá, sem ekki er aðeins krafa mótmælenda heldur margra þjóðarleiðtoga, eins og Camerons forsætisráðherra Breta.

Með þessari afstöðu sinni hjálpar USA Múbarak og hans hyski að halda völdum - og stuðlar þannig að enn meiri þjáningum almennings en orðið hefur og hættu á auknum blóðsúthellingum.

Já, það er merkilegt hvernig þetta mest "lýðræðiselskandi" ríki heimsins skuli alltaf styðja verstu og spilltustu einræðisstjórnir í heiminum - bara ef þær eru svo elskulegar að vera bandamenn þeirra.


mbl.is Hvetur til lýðræðisumbóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 216
  • Frá upphafi: 459938

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 192
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband