Dregið til baka

Það koma misvísandi skilaboð frá Bandaríkjumönnum varðandi Múbarak einræðisherra Egyptalands.

Fyrr í dag sagði Hilary Clinton að Múbarak hafi þegar lofað að bjóða sig ekki fram í næstu forsetakosningum - og sonur hans ekki heldur - og að nægi bandarískum stjórnvöldum. Þau styði núverandi stjórnvöld í Egyptalandi til að koma fram nauðsynlegum ummótum.

Yfirlýsing þessa Wisners er einfaldlega í takti við þessi skilaboð Clintons - og merkilegt að það komi ekki fram í fréttinni.

En það nýjasta er að Hvíta húsið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þessu er hafnað - og að Wisner hafi aðeins talað fyrir sig sjálfan en ekki bandarísku stjórnarinnar.

Það skrítna er hins vegar að hann var sendur til Egyptalands af Obamastjórninni til að koma skilaboðum til Múbaraks um hvað USA vildi að gert yrði.

Þannig að einfaldast er að álíta að skilaboð Winser til egypsku stjórnarinnar hafi verið þau að þrauka. Þessu neitar Hvíta húsið auðvitað kategorískt og þvær þannig hendur sínar af ábyrgð á hugsanlegu blóðbaði.


mbl.is Mubarak sitji áfram sem forseti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Merkilegt hvað USA styðja alltaf einræðisherra sem troða lýðræðið fótum svo framarlega ef þau hafa einhvern minnsta efnahags og pólitískan ábata af því. Þeim er ekkert heilagt í þeim efnum og eru morð og pytingar á saklausm borgurum bara smámynt í þessu ógeðslega valdabrölti þeirra. Þessi þjóð er bæði siðferðislega og efnahagslega gjaldþrota.

Guðmundur Pétursson, 5.2.2011 kl. 23:05

2 identicon

Væri eitthvað skárra ef einhver annar tekur við sýnist að það hefur ekki gengið svo vel í öðrum múslíma ríkjum Egyptaland er eitt skásta múslíma ríki á þessum svæðum.

Og þeir sem eru núna vinsælastir eru öfgasinnaðir Islamistar sem trúa á 12. spámanninn sem mun koma þegar allir Gyðingar eru dauðir. Og þeir hafa verið með ræðu þar að þeir muni myrða alla Israel búa.

kari (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband