NATO á leið inn í Libýu?

Þessar fréttir frá Afganistan eru einfaldlega staðfesting á framferði NATO (og USA) gagnvart óbreyttum borgurum í Afganistan og í Pakistan (landamærahéruðunum við Afg.). Þeir neita kerfisbundið öllum fullyrðingum um mannfall almennra borgara, alveg sama hvað afgönsk (og pakistönsk) yfirvöld segja sjálf - og alþjóðlegar fréttastofur staðfesta.

En þegar aðrir eiga í hlut eins og nú er að gerast í Libýu, þá er (kannski) svipuðu framferði mótmælt í það harðasta og hótað að ráðast inn í landið til að bjarga "óbreyttum, vopnlausum" borgurum, þó svo að flestir hlutlausir aðilar benda á að í Libýu sé í gangi vopnuð uppreisn almennings.

Svo er einnig athyglisvert að fyrirbæri eins og Amnesty International virðist vera að krefjast afskipta Vesturlanda að innanríkisdeilum í Libýu en ekki hefur heyrt stakt orð frá þeim um framferði Bandaríkjamanna og NATO í Afganistan, sem þó er hertekið land.

Já, það er engu logið um drottinhollustu Amnesty International - og hræsnina í vestrænum fréttamiðlum og yfirvöldum. Þar gildir greinilega ekki það sama um Jón og hann séra Jón.


mbl.is Segja saklausa Afgana hafa fallið í NATO-aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er nú alvegsama hvað það þarf a´ná gaddaffí lifandi og rannsaka hann kannski er hann of geðveikur að það sé hægt að dæma hann en hann er stórhættulegur maður og berst gegn sínu fólki eins og ríkisstjórnin okkar við okkur.

Valdimar Samúelsson, 25.2.2011 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband