Dáldið fyndið!

Merkilegt hvernig Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari bregst við gagnrýni. Hann var helst gagnrýndur fyrir að takast ekki að leysa vandamálið með skyttuna vinstra megin, stöðu sem Arnór Atlason og Aron Pálmarson skiftust á að spila á HM nú í janúar án þess að leysa hana nægilega vel af hendi.

Mikið var skrifað um að Guðmundur hefði geta notað Sigurberg Sveinsson miklu meira, og bent á að hann hefði átt góða leiki með liði sínu í þýsku úrvaldsdeildinni. Guðmundur svarar þessu með því að taka Sigurberg út úr liðinu (!) og setja Ólaf Guðmundsson inn, en hann hefur átt afar misjafna leiki í deildinni hér heima í vetur, einnig eftir áramótin.

Annars er vandamál landsliðsins ekki skyttan vinstra megin, að mínu mati, heldur leikstjórnandinn. Meðan Guðmundur leysir ekki það vandamál þá vinnum við enga leiki gegn alvöruliðum eins og Þjóðverjum.


mbl.is Landsliðshópurinn sem mætir Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ósammála Ólafur er einfaldlega betri en Sigurbergur

siggi (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 164
  • Frá upphafi: 458205

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband