Glæpnum stolið?

Nú vandast málið fyrir Vesturveldin. Glæpnum stolið frá þeim.

Yfirskynið var jú að vernda almenna borgara fyrir eigin stjórnvöldum, en nú verður að finna aðra ástæðu.

Ætli mönnum verði nokkuð skotaskuld úr því. Það hefur sýnt sig að auðvelt er að teygja og toga ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna - og fá svo syndakvittun eftir á.
Íraksstríðið er gott dæmi um það - og svo Afganistan.

Hvernig ætli Össur bregðist nú við - og bandalag það sem hann, og ríkisstjórnin, er kominn í; Samtök viljugra þjóða?


mbl.is Líbía lýsir yfir vopnahléi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

 Best er fyrir alla að hægt er að stilla til friðar án stríðs-aðgerða. Það eru nægar hamfara-hörmungar af náttúrunnar völdum þótt mannskepnan (sem telst vera hugsandi og siðmenntuð skepna) láti stríðs-ofbeldi vera.

 Íraksstríðið verður ekki afturtekið frekar en aðrar stríðs-hörmungar-hamfarir af mannavöldum í fortíðinni sem hlotist hafa af sjúkra manna völdum.

 Nú verður að hugsa um framtíðina og hætta að fjandskapast út af öllum hörmungar-mistökum fortíðarinnar. Annars hjakkar allt heims-samfélagið í sama hefndar og haturs farinu og ekkert breytist til batnaðar í heiminum. Það hljóta allir að skilja það í upplýstum heimi nútímans að stríð og ofbeldi hefur aldrei skilað öðru en hörmungum fyrir alla. Líka sjúka ofbeldis-einræðisherra!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2011 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 99
  • Frá upphafi: 458378

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband