22.3.2011 | 11:04
Góð Agnes!
Agnes Bragadóttir er oft furðu fundvís á höfuðlínurnar í pólitíkinni. Hún gerir sér vel grein fyrir því hvar stóru ágreiningsmálin liggja í samstarfi Vg og Samfylkingar, þ.e. Evrópusambandið - og ástæðu þess að þau Lilja og Atli gengu út. Þá er skýringin á því af hverju Ásmundur Einar fylgdi þeim ekki, trúverðug.
Ljóst er af þessari grein að Sjálfstæðisflokkurinn er ekkert á leið inn í nýja Hrunstjórn. Til þess er ágreiningurinn vegna inngöngunnar í Evrópusambandið alltof mikill - og þeir muna vel hvernig Samfylkingin sveik þá síðast(í beinni útsendingu).
Þannig má með sanni segja að staða Samfylkingarinnar innan stjórnarsamstarfsins hafi veikst við úrsögn tvímenninganna, en ekki staða Vinstri grænna (eins og Agnes bendir réttilega á).
Það er mun líklegra að Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn vegna tíðinda gærdagsins en að kratar og íhald geri það.
Algjört uppnám innan VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 159
- Frá upphafi: 458377
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 139
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.