Enginn meirihluti fyrir hendi!

Össur er einhver snjallasta blaðurskjóðan á þingi í dag - og spurning hvort ekki þurfi að semja sérstakar siðareglur fyrir hann.

Ljóst er að það er enginn meirihluti á þingi fyrir aðildarumsókn að ESB.
Vg voru svo aumir að sætta sig við þetta umsóknarferli þrátt fyrir að hafa lýst því fyrir kosningar að slíkt komi alls ekki til greina.
Þeir voru svínbeygðir í þessu máli með einhverjum óljósum loforðum um eitt og annað, sem allt hefur svo veið svikið af Samfylkingunni.

Í öðrum flokkum er einnig meirihluti gegn aðildarumsókn.

Það er því tími til kominn fyrir þingið að stöðva þetta aðlögunarferli að ESB og hætta við umsóknina að sambandinu.

Samfylkingin er gjörsamlega einöngruð í málinu - og með allt niðrum sig í öðrum málum. Það er því tími til kominn að leysa hana frá störfum.


mbl.is Engin áhrif á ESB umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega ammála þér.

Enginn slær Össuri út í fláræði og pólitískri undirferli.

Össur er háll sem áll og lýgur einu hér og öðru þar sérstaklega ef hann er í útlöndum.

Ég tala nú ekki um ef hann nær að halda smjaðurlegar og mærðarlegar lygaræður sínar yfir helstu forkólfa ESB Valda-Elítunnar í Brussel.

Auðvitað nú er stóra tækifærið fyrir Ásmund Einar Daðason og Jón Bjarnason og Guðfríði Lilju líka að setja Ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar aðalega og sérstaklega í ESB málinu.

Ellegar ganga keik og hnarreist frá borði eins og þau Atli og Lilja hafa gert og sannað þar með að þau eru í stjórnmálum til að berjast fyrir hugssjónum sínum og stefnumiðum kjósenda sinna. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 17:40

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er algjörlega sammála ykkur báðum, Ásmundur Einar, Jón og Guðríður Lilja eiga að standa með sér og sinni sannfæringu og gera það sama og Atli og Lilja...

Það er eina leiðin fyrir þau að gera ef að þau vilja eiga framtíð áfram í Stjórnmálum...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460020

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband