Óbreytta borgara?

Fréttaflutningnum frá Libýu verður að taka með mikilli varúð, þar sem hann er mjög áróðurskenndur. Bæði vilja hinar viljugu þjóðir réttlæta loftárásir sínar á landið - og seinna eflaust innrásina sem er yfirvofandi - og uppreisnarmennirnir segja "fréttir" af illvirkjum Libýustjórnar til að fá meiri stuðning frá Vesturlöndum.

Hér er þó um að ræða vopnuð átök milli stjórnarhers landsins og uppreisnarmanna sem seint verða taldir til óbreyttra borgara - og því mjög áróðurskennt að fjalla um málin á þennan hátt.

Til samanburðar má nefna að í Jemen og Bahrein er um friðsamar uppreisnir að ræða, þar sem skotið er á mótmælendur og þeir drepnir tugum saman. Tekið skal fram að í Bahrein er fjölmennt herlið Bandaríkjamanna svo þar eru hæg heimatökin að vernda óbreytta borgara.
Samt bregðast Vesturveldin á engan hátt við morðunum í þessum löndum en blanda sér hins vegar af fullri hörku í vopnuð innanlandsátök í Libýu.

Menn spyrja sig af hverju ekki gildi það sama um þessi lönd og um Libýu - og telja ástæðuna vera augljósa.
Libýa tekur ekki þátt í stríði Vesturveldanna gegn "hryðjuverkum", sem hinn islamski heimur telur oftar en ekki vera dulbúið stríð gegn islam, en hin gera það.
Libýa hefur lengi verið þyrnir í augum haukanna á Vesturlöndum eða allt síðan hina sósíalíska bylting var gerð í Libýu um 1970. Gaddafi hefur lengi verið erfiður ljár í þúfu Vesturveldanna sem sjá sér nú leik á borði til að fjarlægja hann.

Mér er það þó hulin ráðgáta hvers vegna við hér upp á Íslandi eigum að taka þátt í þessum skollaleik - og taka þátt í enn einu stríðinu, rétt eins og Davíð og Halldór skuldbundu okkur til í Írakstríðinu.
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lætur eins og þetta sé klappað og klárt og hann geti tekið ákvörðun um slíkt án undangenginnar atkvæðagreiðlsu í þinginu og án þess að fá samþykki utanríkismálanefndar til slíks.

Þessi hroki er furðulegur, ekki síst í ljósi þess hversu illa Össur lét þegar þeir Davíð og Halldór gerðu nákvæmlega það sama. Hann vildi meira að segja sækja þá til saka fyrir framferðið!

Og undir þetta tekur Árni Sigurðsson þingflokksformaður Vinstri grænna.
Mér er einnig ómögulegt að skilja að hann hafi nokkuð umboð til þess, hvorki frá þingflokknum né frá hinum almenna flokksmanni.

Er ekki kominn tími til að vinstri menn fari að losa sig við þetta forystufólk, sem er farið að halda að það sé Guð almáttugur þó svo að það sé með allt niðrum sig í þjóðmálunum?


mbl.is Enn ráðist á óbreytta borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 82
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 458128

Annað

  • Innlit í dag: 68
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband