23.3.2011 | 12:07
Hver eru þessi samtök?
Samtök landeigenda voru stofnuð til að sporna gegn þjóðlendulögunum og eru þannig samtök bænda aðallega.
Athygli vakti á sínum tíma að Guðni Ágústsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, fagnaði stofnun samtakanna þrátt fyrir yfirlýsta andstöðu þeirra við þjóðlenduhugmyndir ríkisstjórnarinnar. Ástæðan er líklega sú að þar hafði hann stuðning fyrir sín lög um að gefa sölu jarðeigna á landi frjálsa (þ.e. óbundna búsetuskilyrða).
Samtök þessi virðast vera þverpólitísk enda situr bróðir Steingríms Sigfússonar fjármálaráðherra í varastjórn þeirra (Jóhannes Sigfússon).
Gæti það skapað taugatitring í þingflokki Vinstri grænna en eins og kunnugt er vill Jón Bjarnason skylda eigendur jarða til búsetu á jörðunum og kom þannig í veg fyrir að braskarar á höfuðborgarsvæðinu kaupi upp allar jarðir á Íslandi.
Þessi uppkaup hafa haldið uppi himinháu verði jarðanna svo öll nýliðun meðal bænda er næstum útilokuð.
Samtök landeigenda eru þannig fyrsta og fremst samtök þeirra landeigenda sem hugsa fyrst og fremst um að halda upp verði jarða sinna - en ekki að búið verði á þeim jörðum.
Andvíg áformum um ábúðarskyldu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 101
- Frá upphafi: 458380
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 87
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
algjörlega sammála hvernig er þetta í Noreigi það er enginn landsbanki sem á fult af jörðum sem hafa einhver hlunnindi hann hefur keipt þær á slikk.
gisli (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.