Hvaða afstöðu?

Eins og kemur fram á smugan.is þá hefur Steingrímur J. Sigfússon lýst yfir efasemdum sínum vegna árása "hinna viljugu þjóða" á Libýu - og telur að aðgerðirnar séu í engu samræmi við ályktun Sameinuðu þjóðanna (ásásir á borgir landsins og þar með á óbreytta borgara osfrv.).
Í ljósi þessa er það stór spurning hvað Sverrir Jakobsson eigi við um afstöðu ríkisstjórnarinnar - og hvort Vinstri grænir eigi að gjalda yfirlýsingar Össurs Skarphéðinssonar.

Hins vegar verður að viðurkenndast að grein Árna Þórs Sigurðssonar formanns þingflokks Vinstri grænna á Smugunni nú í morgun vekur upp fleiri spurningar en hún svarar.
Þar nefnir Árni Þór alls ekki árásir "hinna viljugu þjóða" á borgaraleg skotmörk í Libýu, heldur virðist styðja árásirnar án nokkurra varnagla. Skýlir hann sér á bak við það að Gaddafi hafi verið hampað af hinum vondu kapitalísku ríkjum undanfarið - og því kæmi það vel á vondann nú að hann verði fyrir barðinu á þeim hinum sömu sem áðru studdu hann.

Vandamálið við þessa söguskoðun er þó það að Gaddafi er yfirlýstur sósíalisti (rétt eins og Árni Þór?) og hefur lengstum staðið upp í hárinu á Vesturveldunum og Ísrael vegna stjórnmálaskoðanna sinna (auk þess vandamáls að það er allur almenningur sem þjáist vegna árásanna en ekki Gaddafi einn).

Nú sjá "hinar viljugu þjóðir" sér leik á borði til að losna við þennan fyrrum fjandmann sinn, rétt eins og gert var við Saddam - og gert var í hinni fornu Júgóslafíu -, en á öllum þessum stöðum voru sósíalistískar ríkisstjórnir við völd þegar ráðist var á þessi lönd.
Sverrir virðist muna þetta betur en Árni Þór, enda sá fyrrnefndi sagnfræðingur, eða er hann kannski bara sannverðugri sósíalisti en Árni Þór?

Fyrir mér er það þó einkum merkilegt að Steingrímur og Árni Þór virðast vera ósammála í þessu máli. Það hefur ekki oft gert mér vitanlega því Árni hefur yfirleitt verið eins og hlýðinn rakki þegar Steingrímur er annars vegar.

Ætli Árni Þór hafi ekki vitað af viðtalinu við Steingrím á smugan.is?


mbl.is Segir sig úr VG vegna Líbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 98
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 84
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband