Já, það er ekki að spyrja að ábyrgðinni!

Auðvitað ætlar stjórn Becromal að taka þessi mál föstum tökum, skárra væri það nú. Þetta segir reyndar maður sem ekki er kunnur af föstu tökunum, auk þess sem hann býr á Selfossi og er eflaust nokk sama um einhverja mengun í Eyjafirðinum.

Fávísum manni eins og mér er þó spurn af hverju þetta hafi verið látið viðgangast nú í tvö ár með fullri vitund starfsmannanna - og eflaust einnig stjórnar fyrirtækisins.
Og í framhaldi af því,þá spyr maður sig hvað sé að marka svona yfirlýsingar. Eru menn einfaldlega ekki að reyna að koma í veg fyrir lokun verksmiðjunnar með því að lofa öllu fögru - en óvíst um efndirnar?

Ljóst er að það er eðli verkmiðja sem þessarar að komast af með lágmarks tilkostnað í umhverfismálum, og ganga eins langt í sparnaði á þessu sviði og þeir komast upp með. Markmiðið er jú að græða sem mest á starfseminni - rétt eins og kemur í ljós núna í launadeilum fyrirtækisins við starfsmennina á gólfinu.

Reyndar hélt maður að nú orðið væri jákvæð viðhorf almennings til fyrirtækja talin vera mjög mikilvægt í viðskiptalífinu, en framleiðsla þessa fyrirtækis er ekki á þeim nótum að það þurfi að hafa verulegar áhyggjur af almenningsálitinu.

Auk þess eru Íslendingar ekkert sérstaklega meðvitaðir um umhverfismál - og gefa lítið fyrir þau. Aðalatriðið er jú sköpun atvinnu, aukinn hagvöxtur og kaupmáttur - og skítt með náttúruna.
Þennan söng heyrum við a.m.k. daglega hjá sumum stjórnmálaflokkanna.

En það sem er alvarlegast að mínu mati er hvernig eftirlitsstofnanirnar bregðast. Eftir hrun hefur mönnum verið tíðrætt um aukið eftirlit á öllum sviðum - og að þetta áður svo rómaða íslenska frelsi hafi farið með okkur á hausinn.
En þetta mál sýnir að eftirlitsskylda stjórnvalda er ekki það sem hefur forgang. Þvert á móti.

Árið 2009 gaf Skipulagsstofnun frá sér yfirlýsingu um að óþarfi væri að verksmiðjan færi í umhverfismat (vegna breytinga á henni) en tók samt fram að nauðsynlegt væri að fylgjast með fráveitumálum þar til hreinsistöð á vegum bæjarins væri komið í gagnið. Sjá:
http://www.skipulagsstofnun.is/media/attachments/Umhverfismat/162/2009020070.pdf

Þetta varð auðvitað ekki gert og vísa nú hver á annan.
Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi í júlí 2009 þar sem kemur fram að hún hefur eftirlitsskyldu með starfseminni og geti stöðvað hana ef fyrirtækið fer ekki eftir ákvæðum leyfisins svo sem um mengunarvarnir.
Eftirlitið hefur hins vegar ekki verið neitt og er það ekkert einsdæmi í starfsemi Umhverfisstofnunar.
http://docs.google.com/viewer?a=v&q=cache:tTMVL9mPGMUJ:www.ust.is/media/fraedsluefni/starfsleyfi/Becromal_til_2021.pdf+becromal+akureyri&hl=is&gl=is&pid=bl&srcid=ADGEESjW8x76mQRGCkT_QaQFAhs0NSqqGEFXyjV7_zQq9vd4vYCLR-jsoPskMeUzZ1bDYcTYJnp6leVqLCGWaykJrvrsCgwnvB8tnmKDRy_mHSba_O0IQRIQkobV15ts5JGnwnk7ecXB&sig=AHIEtbTaSIcjfOi-HjfUVSsN1i7ofoUtoA

Ef við byggum í venjulega réttarríki myndi forstjóri stofnunarinnar vera fyrir löngu látinn taka poka sinn, eða a.m.k. nú eftir þessa uppákomu (kannski þora menn því ekki vegna þess að hann er kona - og óttast að fá Jafnréttisráð í hausinn?).
En nei, ekkert gerist og verksmiðjan fær að starfa áfram með einhver óljós loforð um endurbætur.

Þetta er Ísland erlendrar fjárfestingar, Ísland atvinnusköpunar, hagvaxtar og kaupmáttaraukningar - Ísland á valdi nýfrjálshyggjunnar þar sem enn er allt leyfilegt (bara ef það skapar atvinnu).


mbl.is Becromal gerir strax úrbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 456873

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband