Uppreisnarmenn drepa almenna borgara

Æ fleiri fréttir berast nú af því að uppreisnarmenn noti nú tækifærið, í skjóli árása "hinna viljugu þjóða" á stjórnarher Libýu, og gangi um og drepi áhangendur stjórnarinnar.
Fjöldi dagblaða og sjónvarpsstöðva í austurhluta landsins segja frá því að uppreisnarmenn drepi stríðsfanga og erlenda farandverkamenn sem þeir telji að séu hliðhollir stjórnvöldum.
Þá eru allir þeir sem ferðast um á bílum, í þeim borgum sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu, stöðvaðir og sæta harðræði. Fólk er hætt að þora að ferðast um þessa staði.
Fangelsi sem uppreisnarmenn hafa yfirráð yfir eru nú yfirfull, einkum af farandverkafólki sem er hótað öllu illu, enda ásakaðir fyrir að vera leiguhermenn. Einkum er Afríkumenn í mikilli hættu.
Andgyðinglegur áróður og hommahatur er áberandi í útvarpsstöðvum uppreisnarmanna, en áhangendur stjórnarinnar eru ýmist kallaðir gyðingar eða hommar.
Já, "hinar viljugu þjóðir" virðast hafa opna Pandorubox og vita ekkert hvað kemur upp úr því.

http://www.dn.se/nyheter/varlden/rebellerna-anklagas-for-overgrepp-i-ostra-libyen


mbl.is Hvatti menn til að leggja niður vopn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Andgyðinglegur áróður og hommahatur er áberandi í útvarpsstöðvum uppreisnarmanna, en áhangendur stjórnarinnar eru ýmist kallaðir gyðingar eða hommar.
 
Nú, heldur thú ad Kaddaffifylkingin sé ekki illa haldin af sama andgydinglega áródri og hommahatri? Öll Midausturlönd eru gegnsýrd af gydinga- og hommahatri ad Ísrael undanskildu og hafa verid thad sídan 1920 a m k. "Zíons vises protókoll" varí miklu uppáhaldi og stórmuftinn í Jerúsalem var alraemdur antisemit.
 
Kennir thú mikid í brjóstum Kaddaffi?
Ekki er hann á nástrái. Á miljarda í geymslu út um allan heim. Svona 180 miljarda ( SKR) í Bandaríkjunum og nokkur hundrud m a í Sudur-Afríku og fleiri löndum ad  Svíthjód ótalinni, en  hann hefur stutt moskuna i Malmö med drjúgum fjárframlögum og um tíma studdi hann tiltekinn trúarbragdaprófessor  vid  Historiska Institutionen vid háskólann í Uppsölum. Kannski ágaetur rádherrabródir hafi sótt sína menntun thangad en kannski er haegt ad fá svipada menntun " heima".??
 

S.H: (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 09:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 100
  • Frá upphafi: 458379

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband