Tímamót

Þetta er auðvitað tímabót í stríðinu gegn Líbýustjórn - og tímamót í sögu NATO. Aldrei áður hefur NATO leitt hernaðaraðgerðir gegn þjóð sem ekkert hefur gert á hlut Natóríkjanna.

Lars Fogh Rasmussen, hin herskái framkvæmdastjóri samtakanna og fyrrum forsætisráðherra Danmerku sem studdi heilshugar og tók fullan þáttí ásásum Bandaríkjamanna og Breta á Írak og Afganistan, lætur nú digurbarkalega. Hann segir að Nato hafi samþykkt að vernda almenna borgara gegn hersveitum Libýuforseta.

Aðrir segja að sambandið hafi aðeins samþykkt að standa vörð um flugbannið yfir landinu og koma í veg fyrir vopnaflutninga til Libýu. Nato eigi á engan hátt að styðja uppreisnarmenn í baráttu þeirra gegn stjórnarhernum. Nato muni þannig vera hlutlaust í borgarastyrkjöldinni.

Þetta er auðvitað alveg ný tíðindi, ef sönn reynast, því "hinar viljugu þjóðir" hafa stutt uppreisnarmenn af ráð og dáð, gert stanslaustar loftárásir á stjórnarherinn og gert það að verkum að hann hefur þurft að hörfa frá borgum í austur-Líbýu.
Meira að segja hafa verið gerðar mjög harðar loftárásir á höfuðborgina og á heimili Gaddafis, sem varla verða taldar hlutlausar aðgerðir.

Nú mun þetta sem sé breytast, ef vilji aðildalandanna fær að ráða.
Hætt er þó við að yfirstjórn hernaðaraðgerðanna fari sínu fram hér eftir sem hingað til - og túlki umboð sitt mjög frjálslega.


mbl.is Uppreisnarmenn í stórsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband