Eigin rannsókn!!

Þessi rannsókn sýnir einfaldlega hvað Umhverfisstofnun hefði mátt búast við þann 1. maí þegar þessi Becromal-verksmiðja á að skila sýnum til stofnunarinnar.
Afsökun Umhverfisstofnunar á eftirlitsleysi sínu hvað mengunarvarnir frá verksmiðjunni er því hlægileg enda alls ekki hægt að treysta á að fyrirtæki eins og þetta geti séð sjálf um hlutlausa skýrslu um mengun frá eigin starfsemi.

Það hljóta að koma fram raddir á hærri stöðum um að forstjóri Umhverfisstofnunar verði látinn taka pokann sinn, slíkt er syndaregistur hennar orðið nú þegar - og varla á það bætandi.

Í byrjun ársins viðurkenndi Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar að hafa brugðist þegar kom í ljós að sorpbrennslan Funi á Ísafirði hafi árið 2007 farið langt yfir leyfileg mörk mengunar (http://www.ruv.is/frett/umhverfisstofnun-brast).
Sorpbrennslan hafi ekki brugðist við kröfum um úrbætur, en samt var ekkert gert.

Þá segir forstjórinn, að umhverfisráðuneytið hafi einnig brugðist þegar það gerði ekkert við upplýsingar Umhverfisstofnunar árið 2008 um háar díoxínmælingar frá sorpbrennslustöðvunum.
Þannig er það ekki aðeins Umhverfisstofnun heldur einnig umhverfisráðherra, sem ekki hefur staðið sig í eftirlitshlutverki sínu, en tekið skal fram að stofnunin og ráðuneytið vinna mjög náið saman.

Einnig má benda á að Umhverfisstofnun braut lög þegar hún byggði þjónustuhús í friðlandinu í Hornvík sumarið 2009 (en hún hafði ekki tilskilin leyfi til byggingarinnar).

Umhverfisstofnunin gerir það reyndar ekki endasleppt á fleiri sviðum þessa daganna. Fyrr í mánuðinum veitti hún ORF líftækni leyfi til að rækta erfðabreytt bygg, þvert gegn mótmælum náttúruverndarsamtaka.

Og núna í gær vakti það mikla athygli með því að hvetja til “græns kynlífs” í svefnherberginu.

Já, stofnunin er greinlega upptekin við marga nytsama hluti og hefur ekki tíma til að smámálum eins og mengun umhverfisins.
Þá má nefna að Umhverfisstofnun stendur að baki mjög umdeildra laga um Vatnajökulsþjóðgarð.

Árið 2006 var gerð stjórnsýsluúttekt á Umhverfisstofnun, af hálfu ríkisendurskoðunar, sem lítið virðist hafa komið út úr.

Að lokum má nefna að Þórunn Sveinbjarnardóttir þáverandi umhverfisráðherra skipaði Kristínu Lindu Árnadóttur forstjóra stofnunar snemma árs 2008, en hún er lögfræðingur að mennt.
Skyldi ráðningin hafa verið pólitísk eða var það hræðsla við Jafnréttisráð sem réði henni?


mbl.is Ekki hærra sýrustig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 460030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband