28.3.2011 | 21:50
Frábær úrslit!
Það verður erfitt fyrir Eyjólf að velja liðið í úrslitakeppninni í Danmörku nú í júní. Flestir íslensku leikmennirnir stóðu sig vel. Það var helst markaskorari fyrra marksins, Arnór Smárasson, sem sýndi lélega tækni og á ekki heima í þessu liði.
Það er spurning hverjir úr "A-liðinu" eiga að koma inn, því menn eins og Alfreð Finnbogason og jafnvel Björn Bergmann sýndu að þeir eiga heima í þessu liði. Birkir Bjarnason er auðvitað lykilmaður í unglingalandsliðinu, til að halda boltanum og stjórna spilinu.
Ljóst er allavega að val Ólafs Jóhannesssonar á A-landsliðinu gegn Kýpur var heimskulegt og að Eyjólfur Sverrisonar liggur næst því að leysa hann af hólmi.
Þrátt fyrir slæma frammistöðu Eyjólfs með íslenska landsliðið áður en Ólafur tók við þá er hún miklu betri en þessi hörmung sem við upplifum núna með A-landsliðið undir stjórn neftóbaksmannsins Óla Jó.
Besti valkosturinn er því að fá Eyjólf til að stjórna A-liðinu ásamt með unglingaliðinu - og reka Ólaf greyið!
Íslendingar höfðu betur gegn enskum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 458045
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.