8.4.2011 | 09:54
Hinar viljugu/staðföstu/vígfúsu þjóðir
Eins og sjá má af þessari frétt er ekki alveg öruggt að árásir flughers hinna viljugu þjóða hinni bara hina "vondu" fyrir. Reyndar eru fjöldi dæma um það að hernaðaraðgerðirnar ganga miklu lengra en samþykkt Öryggisráðsins leyfir.
Það er auðvitað ekkert nýtt. Pólitíkusar hafa engin ráð til að stjórna svona aðgerðum sem nær undantekningarlaust fara úr böndunum.
Því er mikilvægt að leys má sem þessu með viðræðum, ekki með ofbelti. Þetta hefur verið skoðun Samfylkingarinnar hingað til, eða allt þar til "ríkisstjórnin" (les Össur Skarphéðinsson) ákvað að lýsa fullum stuðningi viðaðgerðirnar.
Umsnúningurinn er mikill frá því í Írakstríðinum þó svo að munurinn sé ekki mikil. Vel má setja "viljugur" í stað "staðfastur", Össur Skarphéðisson í stað Morgunblaðsins (sem helsti stuðningsaðilinn), Libýu í stað Írak og Gaddafi í stað Saddam. Allir sömu frasarnir notaðir núna sem þá.
Á landsfundi Samfylkingarinnar árið 2007 flutti formaðurinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, setningarræðu sem fell vel í kramið. Þar sagði hún m.a., að ef Samfylkingin kæmist til valda yrði það fyrsta verk hennar að taka Ísland af lista hinna staðföstu þjóða, sem studdu innrásina í Írak. Gagnrýndi hún harðlega það athæfi stjórnarflokkanna að láta Ísland styðja innrásina.
Og í stjórnmálaályktun fundarins segir að Samfylkingin hafi þá staðföstu skoðun að það eigi að verða eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða. Þetta var auðvitað ekki gert eins og allir muna.
Á sama tíma sagði Samband ungra jafnaðarmanna að Ísland eigi að vera málsvari friðar og sátta á alþjóðavettvangi. Í umræðu á þingi um svipað leyti tók Össur Skarphéðinsson fullan þátt í gagnrýni þingmanna Samfylkingarinnar á stuðning þáverandi ríkisstjórnar (Davíðs og Halldórs) við innrásina í Írak og fullyrti að auðvitað hafi að Ísland verið sett á þennan lista með fullkomnum vilja tveggja manna".
Áður hafði Ingibjörg Sólrún sagt á þingi (2006) að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri röng: hún byggði á röngum forsendum, og hún var röng siðferðilega og lagalega. Krafðist hún afsökunarbeiðni frá ríkisstjórninni: þeir skulda okkur afsökun sem sitjum hér í minni hluta á þingi, stjórnarandstöðunni, þeir skulda þjóðinni afsökun og þeir skulda alþjóðasamfélaginu það.
Rökin fyrir innrásinni í Írak voru þó þau sömu og rökin nú fyrir hernaðaraðgerðunum gegn stjórnvöldum í Libýu. Leiðtoginn væri geðveikur einræðisherra og harðstjóri sem hóti að drepa óbreytta borgara ef þeir andæfi gegn ríkisstjórninni.
Nú er hins vegar munurinn sá að Samfylkingin er komin í stjórn, komin á lista hinna "viljugu" þjóða fyrir tilstilli utanríkisráðherrans Össurs Skarphéðinssonar, og styður hernaðaraðgerðirnar heilshugar.
Hver er munurinn á Írak og Libýu? Enginn að mínu mati.
Því segi ég á svipaðan hátt og Ingibjörg Sólrún sagði fyrir tæpum fimm árum: Ríkisstjórnin skuldar þjóðinni afsökun fyrir að setja landið á lista hina "viljugu" þjóða - og Samfylkingin skuldar samstarfsflokknum afsökun fyrir að hunsa freklega vilja hans í þessu máli.
Biðjast ekki afsökunar á árás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 460030
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.