10.4.2011 | 17:20
Já, alveg gríðarlegt þroskamerki í umræðunni!
Og málflutningurinn fyrir atkvæðagreiðsluna mjög málefnalegur og upplýsandi!
Hvað ætli margir nei-menn hafi upplifað sig blekkta við að heyra það frá Ólafi Ragnar að við þurfum svo að borga icesaveskuldina eftir allt saman?
Hann veit líklega ekki hvað snjóbolta hann gæti verið búinn að velta af stað.
En kannski trúir hann því að hann sé ekki aðeins bjargvættur íslensku þjóðarinnar, heldur alheimsfrelsari í ofanálag.
Hér eftir muni alheimskapitalisminn og fjármálageirinn ekki bera sitt barr (en samt talar hann um útlenska fjárfestingu sem aldrei fyrr - og gleðst yfir því að þessi sami alheimskapitalismi og einkafjármagnið leggi peninga sína í íslensk fyrirtæki (banka og fl.).
Já, þessi maður er athyglisvert rannsóknarefni - eins konar Ólafur Ragnar Reykás?
Gríðarlegt þroskamerki í umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 48
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 45
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Hvað ætli margir nei-menn hafi upplifað sig blekkta við að heyra það frá Ólafi Ragnar að við þurfum svo að borga icesaveskuldina eftir allt saman?"
Af hverju í andskotanum ættu fólk sem kaus nei að upplifa sig blekktan? Þeir voru að mótmæla að skattpeningur færi í að borga vexti af þeim peningum sem Holland og Bretland væri að heimta. Ólafur var að tala um peninginn sem væri að skilast úr uppgjöri gamla Landsbankanns en þegar gömul fyrirtæki sem fara á hausinn eru gerð upp, þá fer peningur þess til kröfuhafa. Maðurinn var allveg nógu skýr á þessum málum.
Og í guðanna bænum allir sem eru að þessu, hættið að skipta fólk niður í fylkinga titlaða "Já/Nei-sinna". Þetta er ekki trúarbrögð sem við erum að tala um. Þetta var stórt og erfitt umræðuefni, fólk valdi þann valkost sem það áleit vera rétt og málið fór sem það fór.
Einar (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.