13.4.2011 | 12:06
Morð á óbreyttum borgurum
Það er athyglisvert að á meðan samtök hinna viljugu þjóða, á vegum Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir loftárásum á stjórnarherinn í Libýu að sögn til að vernda óbreytta borgara, þá styðja Sameinuðu þjóðirnar og Frakkar uppreisnarmenn á Fílabeinsströndinni sem hafa verið uppvísir hvað eftir annað að fjöldamorðum á óbreyttum borgurum í landinu.
Samtökin Human Rights Watch, sem þykja frekar hliðholl Vesturveldunum, ásaka hersveitir uppreisnarmanna um stórfelld voðaverk, morð og nauðganir.
Ef menn eru grunaðir um að styðja fráfarandi forseta þá eru þeir umsvifalaust drepnir.
Samtökin byggja þessar upplýsingar á viðtölum við fjölda flóttamenn sem eru komnir til nágrannalandsins, Liberíu. 120.000 manns höfðu flúið yfir landamærin nú fyrir nokkrum dögum, aðallega konur og börn, því mennirnir eru heima til að koma uppskerunni í hús.
Ljóst er að þarna er verið að fremja stórfellda stríðsglæpi - með stuðningi alþjóðasamfélagsins.
Fundu vopnageymslur Gbagbos | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 460036
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 50
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.