13.4.2011 | 12:29
Stórfurðulegt!
Merkileg þessi fullyrðing Umhverfisstofnunar um að geta ekki beitt neinum viðurlögum ef fyrirtæki eins og þetta brýtur starfsleyfi sitt.
Mér finnst það satt best að segja nokkuð furðulegt og á bágt með að trúa því, enda skýrt teki fram í starfsleyfinu að beita megi fyrirtækinu dagsektir eða loka því er það fer ekki eftir starfsleyfinu.
Lögfræðingurinn í forstjórastólunum er væntanlega ein þeirra sem telur að lagaklækir geti skapað stofnuninni skaðabótarskyldu og leggur því ekki út í aðgerðir.
En þá er spurning hvaða markmiði áminning eins og þessi, og tímafrestur, gegnir þar sem stofnunin segist ekki hafa neitt vald til að fylgja áminningunni eftir.
Tekið skal fram að stofnunin er ein af skrautfjöðrum Hrunstjórnarinnar, og lér þáverandi iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, ekki svo lítið með það hvílík lukka þetta fyrirtæki væri fyrir Ísland.
Hann hefur þó kannski vitað að regluverkið í kringum fyrirtækið væri ábótavant er hann sagði þetta: "Og þótt hér sé ekki um sérstaklega mengandi iðnaðarstarfsemi að ræða er vonandi að aldrei verði hægt að skensa Becromal á Íslandi eins og hinum virta stjórnmálaforingja Halldóri Blöndal tókst að ljóða um Sambandið og Glerána á sínum tíma: "Hver er þessi eina á / sem aldrei frýs, / gul og rauð og græn og blá, / gjörð af SÍS?"
Hvaða brandara ætli Össur hafi nú á reiðum höndum?
Tekið skal fram að þetta ítalska fyrirtæki á langt mengunarferli að baki - og víða um heim - og ætti því ekki að koma yfirvöldum á Íslandi á óvart.
Becromal fær áminningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 211
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 187
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.