Ósannverðugt!

Ekki hljóma þessi ummæli Ögmundar sannfærandi: "Hvað þjónar hagsmunum andstæðinga ESB best? Ég segi: Núverandi stjórnarmeirihluti."

Það er einmitt þvert á móti þessi ríkistjórn sem ein vill halda "viðræðuferlinu" (les aðlögunarferlinu) gangandi, og er VG þar greinilega í herkví Samfylkingarinnar.
Með því að skila Samfylkinuna eina eftir í þessu ferli er hagsmunum andstæðinga aðildar þjónað best.

Annað sem ég rak augun í, og er lítt sannfærandi, eru þessi ummæli Ögmundar: "Vilja menn kosningar til að fá nýja verkstjórn á rannsókn efnahagsbrotanna eða vilja menn hafa þau í okkar forsjá? Þar er ég verkstjórinn. Ég heiti mönnum því að við munum standa vörð um þessa rannsókn. ... Við ætlum að ljúka þessu verki og við höfum staðið vel að þessari rannsókn."

Ég held nú að flestir séu sammála því að rannsóknin á efnahagsbrotum bankamannanna og útrásarvíkinganna hefur ekki skilað okkur neinu hingað til. Engar opinbera ákærur komið fram - og sérstakur saksóknari orðið uppvís af getuleysi sínu í þeim efnum.

Nú er Ögmundur verkstjórinn - en lítið virðist breytast, sami hægagangurinn á öllu.
Ef þetta fer ekki að lagast þá er Ögmundur kominn í slæm mál og mun tapa stuðningi innan "órólega" arms Vinstri grænna.


mbl.is Mikil eftirsjá að Ásmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 215
  • Frá upphafi: 459937

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 191
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband