27.4.2011 | 15:25
Sammála!
Ég er alveg sammála þessari gagnrýni Ryanair-manna um að hér sé verið að réttlæta hin furðulegu viðbrögð evrópskra og íslenskra stjórnvalda við eldgosinu.
Það var ekki aðeins hvað flugumferð varðar sem þó voru alltof harkaleg heldur einnig um búsetu fólks í nágrenninu, einkum fyrstu daganna.
Þá er rétt að benda á það, sem hefur reyndar komið fram, að skýrslan metur alls ekki þörfina á hinu víðtæka flugbanni (stórt svæði), né hversu lengi það var við lýði.
Því er ekkert að marka þessa skýrslu (nema kannski hvað fyrsta daginn varðar) og gerir vinnu þessara vísindamanna tortryggilega í náinni framtíð.
Miklu nær hefði verið að kanna viðbrögð manna í öðrum heimshlutum, eins og Ryanair bendir á, fremur en að leggja áherslu á sérstöðu gosefnanna úr Eyjafjallajökli.
Það virðist vera eitthvað svona 2007-dæmi. Í stað þess hversu sérstakir við Íslendingar erum þá kemur hið sérstaka fjall, Eyjafjallajökull.
Já, það virðist fátt breytast hér eftir hrun...
Segir öskuskýrslu yfirklór | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 46
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 295
- Frá upphafi: 459216
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 271
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.