28.4.2011 | 07:11
Skiljanlegt
Það er mjög skiljanlegt að Kína og Rússland hafi staðið gegn því að samþykkja einhverjar aðgerðir gegn Sýrlandi í ljósi þess hvernig farið hefur verið með yfirlýsingu Öryggisráðsins varðandu Libýu.
Libýumálið hefur tekið á sig ótrúlegustu mynd. Vesturveldin halda áfram loftárásum á stjórnarherinn og innviði ríkisins þrátt fyrir harðorð mótmæli frá öðrum þjóðum.
Í gær báðu t.d. Samtök Afríkuríkja, NATO um að hætta árásum á stofnkerfi landsins og pólitíska leiðtoga þess. Samtökin gagnrýna vestræn lönd fyrir að reyna að koma í veg fyrir að hægt sé að stöðva ófriðinn með samningum.
Pútín, forsætisráðherra Rússlands, tekur undir þetta og bendir á að það sé nóg af ríkisstjórnum í heiminum sem líkjast þeirri líbýsku: "Eigum við að kasta sprengjum og skjóta eldflaugum á þær allar", spyr hann.
Hann er einn þeirra fjölmargra sem telur að aðgerðirnar í Libýu gangi miklu lengra en ályktun öryggisráðs SÞ leyfi.
Meira að segja utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, vill samninga í Libýu. Hann segir að menn verði að fara að sjá það að það þurfi viðræður, þar sem það finnist engin hernaðarlausn á málinu. Það verði að fara hina pólitísku leið.
Reynslan af Libýu gerir það að verkum að stjórnvöld í ríkjum eins og Sýrlandi komast í raun upp með að beita þegnum sínum harðræði - því það ástand er þó skömminni skárra fyrir almenning en það sem nú ríkir í Libýu vegna afskipta vestrænna ríkja.
Sporin hræða.
Öryggisráðið klofnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Torfi Kristján Stefánsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 76
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 102
- Frá upphafi: 458122
Annað
- Innlit í dag: 64
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 60
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.