Var nauðsynlegt að skjóta þau?

Svona alveg burtséð frá því hversu ótrúleg þessi frásögn er - og allar fréttir um drápið á Bin Laden - og trúgirni fjölmiðla og "sérfræðinga" í málefnum Austurlanda - þá virðist sem karlmennirnir fjórir og konan hafi verið tekið af lífi þrátt fyrir að hafa ekki beitt skotvopnum eða reynt að verja sig.

Ég spyr mig bara í allri  minni einfeldni. Var t.d. nauðsynlegt að skjóta konuna, sem sagt er að hafi verið notuð sem skjöldur eða gerst skjöldur að fúsum og frjálsum vilja? Eða var hún skotin vegna þess að hún var ein af "genginu"? Og var nauðsynlegt að skjóta mennina?

Fyrstu fréttir herma að dagskipunin hafi verið að drepa fólkið en ekki taka fanga, þó svo að núna sé verið að reyna að breyta þeirri sögu.

Er það réttlætanlegt í einhverju tilviki að taka fólk af lífi án dóms og laga? Eru menn réttdræpir rétt sísona - og hver er sá sem telur sig umkominn til þess að taka slíka ákvörðun (þetta eru jú stríðsglæpir samkvæmt venjubundinni túlkun þess orðs)?

Og hvað með vestræna fjölmiðla (og "sérfræðingana"). Hafa þeir engar siðferðisskyldur? Gegna þeir engu gagnrýnu hlutverki þegar stjórnvöld í þessum heimshluta eiga í hlut?

Er bara hægt að kippa í spotta og þá þylja þeir upp allt - og trúa öllu sem nýju neti - sem stjórnvöld á Vesturlöndum mata ofan í þá?

Eftir Hrun hefur verið mikið talað um skyldu fjölmiðla til að gegna eftirlitshlutverki með stjórnvöldum - og fjalla á gagnrýninn hátt um samfélagið - ef ástæða þykir til. Ljóst er að í aðdraganda Hrunsins brugðust fjölmiðlarnir algörlega og spiluðu með áróðursmaskínunni þar til Hrunið fletti ofan af lyginni.

Ég fæ ekki betur séð að fjölmiðlar falli aftur gjörsamlega á þessu nýja prófi - séu uppvísir að því að vera hópur amatöra sem eigi ekki til gagnrýna hugsun og geta ekkert lært.

Því miður verður einnig að segja það sama um háskólasamfélagið. Viðbrögð "sérfræðinga" sem þar starfa, manna eins og Magnúsar Bernharðssonar, eru þannig að manni verður flökurt. Mikil tímamót á 1. maí - að drepa menn með köldu blóði - án dóms og laga!?

Hvar er þá öll barátta verkalýðsins fyrir réttlætu dómskerfi, eftir öll þau morð á félagsmönnum í félögum þeirra - fyrir það eitt  að berjast fyrir betra lífi þeim og þeirra til handa?

Hvar er minning Joe Hill sem var ranglega ákærður og hengdur í USA um 1920 fyrir falsaðar sakir? Og hvað með morðin á vopnlausum mótmælendum í Aa-dalen í Svíþjóð á fjórða áratugnum?

Nei, þessi atburður er blettur á 1. maí þó svo að það voru sem betur fer ekki verkamannaflokkar sem frömdu þennan glæp.


mbl.is Reyndi að nota eiginkonuna sem skjöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki gleyma waco, Texas 1993.  viðbjóðurinn sem það var... úff

gunnih (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Torfi Kristján Stefánsson

Höfundur

Torfi Kristján Stefánsson
Torfi Kristján Stefánsson
Höfundur er áhugamaður um hina ólíkustu hluti

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 458039

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband